Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 27
MORGUNN
153
og spurði, hvað væri að. Ég sagði honum hvað gerzt hefði
og við leituðum saman í vinnustofu minni, en sáum eng-
an. Þegar hann hafði heyrt mig skyndilega hætta að
leika á píanóið, hefði hann litið upp frá vinnu sinni og
séð einhvern ganga fyrir dyrnar á vinnustofu minni, aö
því er mig minnir, en þegar hann sá hugaræsing minn
sagði hann, eins og til að gera mig rólegri, að þetta
mundi hafa verið Nikita, þjónustustúlkan mín, sem hefði
komið til þess að líta eftir lömpunum. Við fórum yfir í
herbergi hennar, en hún var ekki þar; við fundum hana
niðri í kjallara, þar sem hún var að búa til te. Þannig
sá jeg Palladíu í fyrsta sinn, þrem árum eftir andlát
hennar.
Síðan eru liðin fimmtán ár og á þeim tíma hefi ég
oft séð Palladíu. Stundum sé ég hana þrisvar í viku.
stundum tvisvar á dag, en stundum líður heill mánuður
án þess að ég sjái hana. |Níu höfuðeinkennum þessara
sýna minna skal ég skýra frá:
1. Æfinlega kemur .Palladía mér á óvart og birtist
mér einmitt þegar ég er sízt að hugsa um hana.
2. Þegar mig langar mest að sjá hana og hugsa um
hana, kemur hún ekki.
3. Með fáeinum undantekningum standa þessar komur
hennar ekki í neinu sambandi við einstaka viðburði í lífi
mínu, hvorki sem fyrirboðar né aðvaranir um eitthvað
óvenjulegt eða óvænt.
4. Ég hefi aldrei séð hana í draumi.
5. Ég sé hana engu síður þegar ég er í návist annara,
en þegar ég er einn.
6. Hún birtist mér allt af með sama alvarlega svipn-
um eða með daufu brosi. Hún hefir talað við mig að eins
tveim sinnum. Á það mun ég drepa nánara síðar.
7. Hún birtist mér æfinlega í dökka kjólnum, sem hún
var í, þegar hún andaðist fyrir augum mínum. Ég sé
greinilega höfuð hennar, axlir og handleggi. Fætur