Morgunn - 01.12.1940, Side 25
M O R G U N N
151
jrússneska keisarahernum og frásögn sína ritaði hann á
liessa leið:
„Áður en ég skýri frá því, hvernig Palladia vitraðist
mér, langar mig að segja nokkur orð um sjálfa hana
persónulega. Hún var dóttir auðugs rússnesks jarðeigna-
manns, sem andaðist áður en hún fæddist. 1 sorg sinni
strengdi móðirin þess heit, að þetta ófædda barn skyldi
helgað klausturlifnaði. Þess vegna var hún skírð Palla
dia, sem var algengt nafn hjá nunnunum. Tveim árum
síðar andaðist móðir hennar og litla stúlkan ólst upp í
klaustri í Moskva unz hún var fjórtán ára gömul, undir
stjórn föðursystur sinnar, sem var abbadís í klaustrinu.
Árið 1870, meðan ég var enn að námi við háskólann
í Moskva, batt ég vináttu við bróður Palladíu, sem var
stúdent eins og ég, og við ræddum það mál oft, hvernig
við gætum náð ungu nunnunni úr klaustrinu, gegn vilja
hennar, en sú ráðagerð komst ekki til framkvæmdar fyr
en tveim árum síðar. Þá hafði ég komið til Moskva um
vorið til þess að sjá sýninguna miklu og hitt bróður
Palladíu. Hann sagði mér, að hann ætlaði suður á Krím-
skagann sér til heilsubóta og ég aðstoðaði hann til þess,
sem bezt ég gat.
Þá var það, að ég sá Palladíu í fyrsta sinn. Hún var
þá h. u. b. fjórtán ára gömui og mjög grönn og veiklu-
leg, en fremur há vexti. Eftir beiðni vinar míns, bróður
hennar, fylgdi ég henni1' og systur hennar, frú P. S. suð-
ur til Krím, þar sem þær dvöldu vetrarlangt, en ég sneri
heim til Kieff eftir að hafa verið með þeim í tvær vikur.
Vorið 1873 hitti ég þær systurnar af tilviljun í Od-
essa. Þær voru þá komnar þangað til að ráðgast við
lækna, þótt Palladía liti mjög vel út. Þ. 27. ágúst sat ég
inni hjá þeim og var að lesa upphátt fyrir þær, en þá
varð Palladía bráðkvödd af blóðstíflu. Hún var þá 15
Úra gömul.
í október árið 1876 var ég aftur staddur í Kieff ásamt
starfsbróður mínum Potolof. Við vorum í þjónustu dóms-