Morgunn - 01.12.1940, Síða 53
MO RG UNN
179
og spiritisminn“, „Vísindin og sálarrannsóknirnar“,
„Kirkjan og sannanir framhaldslífsins“ og annað þessu
líkt.
Ég ætla þó ekki að þessu sinni, að þreyta yður á að
útmála þessa mótstöðu og rakaleysi hennar eða endur-
taka það, sem ég hef áður sagt, en heldur snúa mér að
því, að rifja upp eitthvað af því sem bendir á að mót-
staðan fari þverrandi. Það' hlýtur hún að gjöra, og það
er gleðilegra um að tala. Vísindin í heild viðurkenna
ekki enn sannanir sálarrannsóknanna, þó að fjölda marg-
ir einstakir vísindamenn gjöri það. Og sama er að segja
um trúna, sem jafnan er vön að fara í kjölfar vís-
indanna, þegar ekki tjáir lengur móti að mæla. Og nú
sér þess glögg merki, að sömu verði örlög þessa þekk-
ingaratriðis eins og svo margra annara, að viðurkenning-
in kemur smám saman, unz sannleikurinn er orðinn allra
eign.
Ég ætla fyrst að benda á það sem er nærtækast og
gjörist hjá okkur sjálfum og miðar í áttina. Þó að ís-
lenzk prestastétt hafi jafnan verið frjálslynd og einnig
gagnvart þessu máli, sem á í henni marga góða stuðnings-
og fylgismenn, þá vekur það kærkomna eftirtekt vora,
er hinn nýi biskup vor hefir í hirðisbréfi tjáð sig mjög
hlynntan máli voru. Ég ætla að lesa orð hans:
... Spiritisminn hefir komið mörgum til hjálpar í
hinni andlegu leit. Hann hefir veitt huggun og djörfung
ótal mörgum syrgjandi og sorgmæddum sálum. Hann
hefir sannfært marga meðal vor um, að látnir lifa . . .
og að endurfundir eru framundan. Hann hefir vakið
marga af svefni efnishyggjunnar og . . . gefið þeim nýja
veröld.
Ég á spiritismanum mikið að þakka. . . . En hann
á ekki að vera trúarbrögð. Hann á að vera vísindaleg
rannsókn á því, sem oss mætir í dauðanum og eftir dauð-
ann. Tel ég slíkar rannsóknir eiga fyllsta rétt á sér í
höndum réttra manna og að kirkjan eigi að fagna
1