Morgunn - 01.12.1940, Qupperneq 28
154 MORGUNN
hennar sé ég ekki, eða1 hefi öllu fremur ekki tíma til að
veita þeim eftirtekt.
8. Þegar ég sé Palladíu óvænt, verð ég æfinlega orð-
laus, get ekkert talað. Ég finn kaldan hroll fara eftir
baki mínu, fölna upp og rek' upp lágt óp, að því er þeir
segja mér, sem af tilviljun hafa verið viðstaddir, og ég
næ ekki andanum, get ekki, andað á meðan.
9. Birting Palladíu stendur yfir í 2—3 mínútur, síðan
smá fölnar mynd hennar og leysist upp.
Ég skal nú lýsa þrem birtingum Palladíu, sem mér eru
sérlega minnisstæðar.
1. í nóvember-lok, árið 1879, sat ég við skrifborð mitt
í Kieff og var að semja kæruskjalj klukkan var h. u. b.
15 mínútur yfir átta um kvöldið og úrið.,mitt lá á borðinu
fyrir framan mig. Ég var að flýta mér að ljúka verki
mínu, því að kl. 9 átti ég að fara í kvöldboð. Allt í einu
sá ég Palladíu sitja í hægindastóli fyrir framan mig.
Hún studdi hægra olboga á borðið og studdi hönd undir
kinn. Þegar ég hafði jafnað mig eftir viðbrigðin, leit ég
á úrið mitt, fylgdi með augunum hreyfingu sekúnduvís-
isins og leit síðan upp til Palladíu. Ég sá, að hún hafði
setið kyr. Olbogi hennar hvíldi enn á borðplötunni og
a,ugu hennar hvíldu á mér, alvarleg, en þó fagnandi. í
fyrsta sinni ákvað ég nú, að tala til hennar. „Hvernig
líður þér nú?“ spurði ég. Andlit hennar haggaðist ekki,
að svo miltlu leyti, sem ég get munað, varir hennar bærð-
ust ekki, en greinilega heyrði ég hennar eigin rödcl
svara: „Rósemi“ (hvíld). „Ég skil“, svaraði ég, og á
þessu augnabliki varð mér raunverulega allt það ljóst,
sem hún lagði inn í þetta orð. Til þess að fullvissa mig
enn einu sinni um, að mig væri ekki að dreyma, leit ég
nú öðru sinni á sekúnduvísi úrsins míns, sem lá á borð-
inu, og fylgdist með gangi hans. Þegar ég leit síðan aftur
á Palladíu, sá ég, að nú var mynd hennar að byrja að
fölna. Ef ég hefði á þessu augnabliki einbeitt huganum
að því að festa mér í minni hina fullu merking orðsins,