Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 30
156
MORGUNN
ið fyrir mig á æfi minni“. Ég svaraði henni, að marga
hluti væri ómögulegt að útskýra, en sagði henni ekki
hvað fyrir mig hafði borið um morguninn.
Það var fyrst ári síðar, þá vorum við trúlofuð, að ég
sagði henni, að ég hefði séð og heyrt Palladíu þennan
umgetna morgun. Mundi það ekki einnig hafa verið
Palladía, sem kom til hennar? Ég ætti að bæta 'því við,
að þarna var ég að kynnast ungu stúlkunni í fyrsta sinn
og hafði vitanlega þá enga minnstu hugmynd um, að
hún mundi wer'ða lconan mín.
3. í októbermánuði, árið 1890, var ég staddur ásamt
konu minni og tveggja ári gömlum syni okkar, hjá
gömlu vinafólki okkar, Strigewskie að nafni, og vorum
við á sveitasetri þeirra í Woroneje-héraði. Ég var þá að
koma heim frá veiðum einn daginn um sjö-leytið, síðla
dags. Ég gekk rakleiðis inn í þann hluta hússins, sem
herbergi okkar voru í, til að hafa fataskiíti. Ég sat í her-
bergi mínu, þar sem bjart var af stórum lampa, þegar
dyrunum var lokið upp og litli drengurinn okkar, Oleg,
kom hlaupandi inn. Hann stóð hjá hægindastólnum, sem
ég sat í, þegar Palladía stóð skyndilega fyrir framan
mig. Þegar1 ég leit á hann, sá ég að hann starði á Pall-
adíu, þá sneri hann sér að mér, benti á hana og sagði:
„frænka“. Ég tók hann á kné mér og leit til Palladíu, en
þá var hún horfin. Svipur Olegs litla var rólegur og
glaður og hann fór.strax að reyna að útskýra fyrir mér,
hversvegna hann kallaði Palladíu frænku sína.
Mamtchich.“