Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 48
J 74
MORGUNN
bera saman við dáemisögu frelsarans um tapaða sauðinn
og týnda peninginn. Maðurinn og konan, sem áttu sauð-
inn og peninginn, fóru og leituðu vandlega þangað til
þau fundu þá. En þegar þau höfðu fundið, þurftu þau
ekki að leita lengur. Þannig hefur spíritisminn fundið
og þarf því ekki heldur að leita lengur. En hann á eftir
annað að gjöra, eins og maðurinn og konan. Þau fóru og
kölluðu saman vini sína, granna og grannkonur og
sögðu: ,,Samgleðjizt mér, því að ég hef fundið það sem
ég týndi“. Þetta er nú hlutverk spíritismans — og hann
hefur líka sett sér það markmið — að kalla saman vini
og granna, þ. e. a. s., alla menn, og fá þá til að sam-
gleðjast yfir því, sem hann hefur fundið, sýna þeim hinn
gljáfægða pening vissunnar um framhaldslíf, sem er
fundinn. Og það er vissulega svo mikið samfagnaðar-
efni í allri baráttu mannlífsins, að ekkert okkar getur
víst nefnt neitt, sem við það jafnast. Ég á ekki hug-
kvæmni né orðgnótt til að geta lýst því, eins og vert
væri. Hugsum um allan ástvinaskilnaðinn og sorgar-
fargið, sem honum fylgir; hugsum um dauðann, sem
öllum er vís, og hvað tekur þá við?, eða eins og -Job
orðaði það: lifnar maðurinn þá aftur? Og svo mikil
fagnaðarhugsun var honum það, ef svo væri, að hann
bætti við: þá skyldi ég þreyja alla daga herþjónustu
minnar. Og munu þeir ekki vera fáir, sem ekki vilja
taka undir það. En að ógleymdri þeirri dýrmætu vitn-
eskju, sem kristindómurinn og önnur æðri trúarbrögð
hafa veitt um annað líf, þá hefur sú vitneskja náð svo
óljósum tökum á flestum og efablöndnum, að réttmætt
er að segja, að þetta hafi fyrir yfirgnæfandi meiri hluta
mannanna — og kristnir menn jafnvel ekki þar undan
þegnir — verið týndur peningur. Um það ber vott mann-
lífið í heild, eins og vér lítum það og þá fyrst og fremst
hið tryllta styrjaldaræði, sem nú umspennir mikinn
hluta jarðarinnar og lætur jafnvel engan hlut hennar
ósnortinn. Það mundi ekki eiga eða gæti ekki átt sér stað,