Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 85
MORGUNN
211
Reynsla mín.
*0r eríndi eftir hr. Guðmund J. Einarsson, bónda
í Hergilsey.
. . . Þá vil ég segja yður frá þeim miðli, sem er á
heimili mínu og ég hefi gjört tilraunir með nú hátt á
fjórða ár. Það er stúlka, rúmlega tvítug, fósturdóttir
okkar hjónanna; engum myndi áður hafa dottið í hug,
að hún hefði sálræna hæfileika og því segi ég það, að
þeir eru ekki eins sjaldgæfir og allur almenningur held-
ur.
Ég vil nú fyrst segja frá tilraunum með borð. Þegar
þetta er skrifað — í febrúar 1939 — hefi ég gert 637
tilraunir á þann hátt, sem staðið hafa yfir frá tíu mín-
útum og allt upp í tvær klukkustundir. Þetta er seinleg
aðferð, en getur þó komið að fullum notum og vil ég
ráða hverjum, sem á annað borð vill fást við tilraunir,
að nota þá aðferð fremur en t. d. glas, sem mun vera mjög
algeng aðferð í heimahúsum. Annars þarf ég ekki að
lýsa þessari aðferð frekara, því að séra Jakob Jónsson
hefir í bók sinni „Framhaldslíf og nútímaþekking“ getið
hennar að svo miklu leyti, sem hægt er að kenna hana
af bók, en af þeirri bók lærði ég hana. Það var í byrjun
júlí 1935, sex vikum eftir að konan mín hvarf mér, að
ég var á þeim fundum í Reykjavík, sem ég gat um í
erindi mínu í „Morgni“, og strax er ég kom heim úr
þeirri ferð, byrjaði ég á tilraunum heima hjá mér. Ég
sótti þessar tilraunir af kappi, og mér datt ekki eitt
augnablik í hug að gefast upp þó árangur væri enginn
í fyrstu. Kvöld eftir kvöld sátum við, fósturdóttir mín
og ég, við borðið, án þess að nokkur árangur sæist eða
fyndist. Borðið stóð kyrrt, ekki nokkur hreyfing. í þrí-
tugasta og áttunda skiptið þóttist ég loks verða þess
var, að eitthvert utan að komandi afl hreyfði borðið. Það