Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 57
MORGUNN 183
einnig ágæt, en of langur aðdragandi til að taka hana
hér með.
Hann var ekki farinn úr sambandinu, segir höf. L.
Johnson, fyrir meira en fimm mínútum, þegar ég heyrði
sterka, djúpa rödd míns gamla vinar herra W. T. Steads
(hinn heimsfrægi ritstjóri, sem drukknaði í Titanic-slys-
inu 1912).
Þegar við höfðum heilsast, sagði ég: „Mig langar til
að prófa, herra Stead, hvort þetta sért þú sjálfur. Viltu
gjöra svo vel og segja mér, hvað var það seinasta, sem
ég gerði fyrir þig áður en ég fór til Suður-Afríku árið
1911“.
,,Nú, þú rannsakaðir augun í mér fyrir gleraugu“.
„Alveg rétt, en hvar var það, sem ég rannsakaði sjón
þína?“
„Nú, þú veizt það eins vel og ég, að það var í önnu
drottningar stræti nr. 55, við Cavendish-torg“.
„Það er alveg rétt“, svaraði ég, ,,en viltu segja mér,
hvert við fórum saman það sama kveld?“ Af því hann
virtist hafa gleymt því, hugsaði ég að minna hann á og
sagði: „Manstu, að við fórum til Zancig hjónanna“?
(dönsk).
„Nei, það gjörðum við ekki“, svaraði hann, „við fór-
um til Thompsons hjónarma“ (frúin kunnur miðill). —
(Þetta er þýðingarmikið, það útilokar hugsanaflutning,
því að í hug mér var að eins Zancig). „En segðu mér nú
nákvæmlega hvað gjörðist þar“.
Herra Stead lýsti öllu mjög nákvæmlega, og við hlóg-
um báðir dátt, er við minntumst á skoplegt atvik, sem
kom fyrir, meðan við vorum þar.
Þá sagði ég: „Þú veizt, herra Stead, að ég kom alls
ekki til þess að hitta þig“.
„Þú ætlar ekki að láta mig hugsa of hátt um mig“,
sagði hann. „En ég veit, að þú komst ekki til þess, því
að þú komst til þess að tala við drengina þína, sem báðir
féllu í skotgröfunum í Mesopotamíu". — Þetta var næst-