Morgunn - 01.12.1940, Síða 62
188
MORGUNN
ist í Fontainebleau-höllinni við Parísarborg meira en 20
árum síðar.
Home var alinn upp hjá frænku sinni, sem var barn-
laus, og fluttist með henni til Vesturheims níu ára gam-
all og um sama leyti fóru foreldrar hans einnig vestur
um haf.
Af umsögn þeirra að dæma, sem með honum voru í
æsku, virðist hann hafa verið óvenjulega yndislegt barn,
fallegur, gáfaður og hvers manns hugljúfi. Hann virtist
vera ákveðin listasál, og í þá átt var hann miklum gáfum
gæddur. En þegar hann var 13 ára að aldri, kom bend-
ingin um, að enn furðulegri gjafir hefði Guð gefið hon-
um, þótt hvorki hann né aðrir skildu þá bending að sinni.
Hann átti leikbróður sem hét Edwin, og voru þeir
mjög samrýmdir. Einhverju sinni höfðu drengirnir bund-
ið það fastmælum, að hvor þeirra, sem dæi fyrr, skyldi
gera hinum aðvart ef unnt væri. Síðan skildu leiðir og
Daníel litli Home fluttist burt. En þá varð það all-löngu
síðar að sá atburður gerðist, sem Mr. Home segir sjálfur
frá:
,,Ég var að breiða rekkjuvoðina yfir mig þegar skynd’-
lega dimmdi í herberginu. Ég varð forviða, því að ég
hafði ekkert ský séð á himninum . . . í gegnum dimmuna
sá ég loks ljósbjarma. Ég get ekki lýst þessum bjarma
nánara, en ég hefi séð hann mörgum sinnum síðar, þeg-
ar herbergi mitt hefir verið uppljómað af nálægð anda-
heimsins ... Hjá fótagaflinum á rúmi mínu stóð Edwin
vinur minn; hann birtist eins og í ljósskýi . . . Hann
horfði á mig með ósegjanlegum yndisleik og lyfti síðan
hægra handiegg sínum hægt upp og dró þrjá hringa í
loftið. Síðan smá hvarf hann og dimman hvarf einnig
en eðlileg birta fyllti herbergið. Ég var orðlaus, gat ekki
hreyft mig en hugsun mín var ljós.Óðara enégfékkmátt-
inn hringdi ég bjöllunni. Fjölskyldan hélt að ég væri
veikur og þusti að rúmi mínu, en fyrstu orð mín voru
þessi: ,,Ég hefi séð Edwin. Hann dó fyrir þrem dögum“.