Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 67
MORGUNN
193
roskin kona, mjög einbeitt að sjá, og í efnismiklum kjól
úr gráu silki.
Þarna er þá öll gátan ráðin, hugsaði hann með sér og
samstundis heyrði hann enn skrjáfa í silkinu. En nú
heyrði Mr. Cheney það líka og spurði: ,,Hvað var þetta?“
„Það er frúin í gráa kjólnum", svaraði Mr. Home, sem
ekki kom annað til hugar en að þetta væri jarðnesk
kona, ein af heimilisfólkinu.
Þeir felldu talið, því að nú komu fleiri úr fjöl-
skyldunni inn til að heilsa Mr. Home. Frúin í gráa
silkikjólnum var þó ekki meðal þeirra, og Home furðaði
sig á því, að hún skyldi ekki sitja með þeim að miðdeg-
isverðinum, og að ekki skyldi heldur á hana minnzt. En
þegar hann var að standa upp frá borðum, heyrði hann
enn silkiskrjáfið fast hjá sér og nú var sagt við hann:
„Mér er skapraun að því, að önnur líkkista skuli hafa
verið látin ofan í mína kistu“.
Mr. Home sagði strax frá þessu og fjölskyldan varð
forviða. Mr. Cheney rauf þögnina: „Við könnumst við
þetta allt, sniðið á kjólnum, litinn og hið þunga efni, en
hvað við víkur því, að önnur líkkista hafi verið látin
ofan á hennar kistu, er það hlægileg fjarstæða“.
Home brá ónotalega, svaraði engu og beið átekta.
Hér um bil einni klukkustund síðar voru enn sögð við
hann sömu orðin og nú var bætt við: ,,0g það, sem meira
er, Seth hafði ekkert leyfi til að höggva niður þetta tré“.
Home endurtók þessa orðsending. Mr. Cheney virtist
gersamlega forviða og sagði: „Þetta er vissulega mjög
merkilegt. Seth bróðir minn var að höggva upp tré, sem
farið var að eyðileggja útsýnið frá gamla heimilinu okk-
ar, en við sögðum, öll hin, að ef hún, sem nú virtist tala
við yður, hefði verið spurð, hefði hún aldrei leyft að
þetta tré yrði eyðilagt. En hinp hlutinn af orðsending-
unni (um líkkistuna) er hreinasta vitleysa“.
Rétt áður en gengið var til sængur um kvöldið komu
sömu skilaboðin enn og enn var þeim algerlega andmælt.