Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 20
146
MORGUNN
um hafði tekizt að hjálpa litla drengnum. Þið ein getið
hugsað ykkur gleðiglampann í augum hans, sem þekkt-
uð hann bezt.
Á jólunum 1939.
Sýn Hafsteins á aðfangadagskvöld.
Aðfangadagskvöld síðustu jóla sat ég heima og var
að lesa hátt jólaræðu úr bók séra Haralds. Um það leyti,
sem ég var að enda lesturinn, sá ég að marglitir geislar
blikuðu um herbergið og í geislaskrúði þessu sá ég fimm
börn, sem komu svífandi í áttina til mín, en í fylgd með
þeim sá ég Einar H. Kvaran og var hann umvafinn
ósegjanlega fögru ljósi. Öll börnin voru hvítklædd, nema
eitt. Það var í bláleitum klæðum'og var liturinn á þeim
mjög svipaður litnum á skikkju þeirri, sem Einar H.
Kvaran bar. Hann hélt á staf :í hendi sinni. Það virtist,
sem hann vildi nota staf þennan til að minna á orðin:
„Góði hirðirinn“. Umhverfis þessar ‘verur ljómaði ljós
og frá þeim stafaði yndislegur friður. Mér fannst eins
og hann væri að segja mér þessi augnablik: Við kom-
um til að flytja ykkur þann frið, sem þesgi hátíð boðar.
Ég kem ekki einungis til þín, vinur minn, heldur kem
ég og til ykkar allra, sem mér þykir vænt um. Og nú för-
um við heim og höldum þar jól. í sama bili hvarf þessi
sýn. —
Að kvöldi þess 7. maí kom Hafsteinn Björnsson á
heimili frú G. Kvaran, og sá hann þá það, sem hér segir:
„Ég sé lítinn dal. Fjöllin umhverfis hann eru fremur
lág að sjá, en hlíðar þeirra eru skógi vaxnar og eftir
þessum yndisfagra dal rennur lítil á. Framan við dals-
mynnið er fjörður, nokkuð stór að sjá, en ég sé ekki
greinilega nema aðra ströndina. Ég sé nú lengra upp í
dalinn. Ég veit ekki almennilega hvernig ég á að orða
þetta, það er eins og stór hvammur opnist þarna, en
þetta, er ég nefndi hvamm, er þó miklu líkara ljómandi