Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 104
230
MORGUNN
Frú Lára Ágústsdóttir
eftir séra Kristinn Daníelsson.
(Áður prentað í „Morgunblaðinu") •
Það er að öllum vonum, að um fátt mun hafa verið
meira talað síðustu dagana, en um uppljósturinn um mið-
ilinn Láru Ágústsdóttur.
Þar sem ég á ýmsum tímum hefi verið á allmörgum
fundum hennar, vil ég biðja Morgunblaðið fyrir nokkrar
athugasemdir um málið og einkum nokkur atriði í sam-
bandi við það. Beiðist ég þess vegna ýmislegs, sem ég
hefi heyrt fram borið í umræðunum um það.
Ég, ætla þó ekki að koma með fleiri upplýsingar um
málið, þær nægja sem komnar eru að sinni, og gætu þó
fleiri komið frá öðrum. Ég vil heldur ekki bæta steinum
í hrúgu þá, sem að miðlinum mun verða varpað, þeir
munu verða nógu margir, og sá ef til vill þyngstur, er
hún sjálf leggur til.
Almennt má segja, að hrekkjabrögð hjá miðlum eru,
því miður, ekki óþekkt fyrirbrigði, þótt ekki hafi upp
komizt fyr hér á landi, og hafa valdið spiritistum skap-
raun, en ekki málefni þeirra hnekki, því að það geta þau
ekki gjört, sem síðar mun vikið að. Þó eru þess dæmi, að
miðlar, sem brögðum hafa beitt, höfðu mikla hæfileika
og ekki veit ég um neinn, sem byrjað hafi starfsemina á
brögðum einum. Miðillinn Eusapia Paladino var snemma
gripin í brögðum, og þótt hún gjörði það við og við, héldu
vísindamenn áfram að rannsaka hana í áratugi, auk
margra annara Frederick Myers, prófessor Richet og Sir
Oliver Lodge, með þeirri niðurstöðu, að sönnu fyrirbrigð-
in væru yfirgnæfandi. Hún dó heimsfræg og í alfræði-
orðabók sé ég að átta vísindamenn hafa ritað um hana
bækur og ritgerðir.