Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 92
218
M ORGUNN
an trans og að láta hana lýsa því, er hún sæi, og ef mögu-
legt væri að láta hana endurtaka þau orð, sem stjórn-
andinn og aðrir, sem í sambandinu væru, segðu henni
að segja.
Þessar tilraunir hafa að mínum dómi tekizt mjög vel
og vil ég nú reyna að skýra yður að nokkru, hvernig
þetta gjörist, þótt ég viti, að mér muni ekki takast eins
vel og æskilegt væri.
Fundir eru haldnir í myrkri og miðillinn situr í djúp-
um körfustól. Eftir h. u. b. 10 mín. (oft skemur) er hún
fallin í trans. Venjulega byrjar hún með því að kalla
á mig og segir: frændi! (Hún nefnir mig einatt svo). Ég
svara henni; venjulega er eins og hún heyri ekki til mín
fyrst í stað og hún endurtekur ávarpið: frændi! Þegar
hún hefir heyrt til mín segir hún mér, að hún sjái
mömmu sína (en þannig nefnir hún stjórnandann) og
ýmsa fleiri, stundum sér hún alt fólkið, bæði í innra og
ytra hring, og lýsir því nákvæmlega, en stundum sér hún
engan nema konu mína. Sjálf segist hún standa 2—3
metra frá stóli miðilsins og allt af lýsir hún sér svo, að
hún sé lítil eins og sex ára barn. í stólnum segir hún að
sé eitthvert hrúgald, eins og úttroðin föt með andliti,
stundum finnst henni hún kannast við þetta andlit og
einstöku sinnum talar hún um tvær Dórur (en hún er
kölluð Dóra), önnur sé hún sjálf, en hin sé í stólnum, en
sú í stólnum segir hún að sé voðalegt flykki á stærð. Hún
segist sjá Ijósleitan þráð, sem liggi frá sér í þessa Dóru í
stólnum, og enn segist hún sjá annan þráð miklu
fínni, sem liggi frá mömmu og inn í höfuðið á sér,
en þráðurinn frá sér og í þetta í stólnum, liggi frá
brjóstinu á sér inn í höfuðið á því. — í hvert
sinn sem ég opna varirnar til að segja eitthvað — segir
hún — opnar þetta í stólnum varirnar líka, að öðru leyti
er það steindautt. Ég hefi tekið eftir því, að miðillinn
segist allt af vera eftir því minni, sem henni gengur ver
að lýsa því, er hún sér og heyrir, en þegar henni gengur