Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 33
M O R G U N N
159
Reimleikar.
1 erindi sínu í síðasta hefti Morguns sýndi Einar
Loftsson réttilega fram á, að psychometrian leggur fram
veigamikil sönnunargögn fyrir því, að svo virðist, sem
minningamyndir liðinna atburða geti á einhvern, raun-
ar oss óskiljanlegan hátt, loðað við jarðneska hluti og
að þær myndir geti hlutskyggni miðillinn séð undir viss-
um skilyrðum.
Þessi staðreynd hefir leitt til þess, að menn hafa spurt:
Eru þá ekki allir reimleikarnir einhvers konar psycho-
metrísk fyrirbrigði? Eru þeir nokkuð annað en það, að
gamlar myndir liðinna atburða eru fastar við ákveðna
staði og verða sýnilegar jarðneskum mönnum undir sér-
stökum skilyrðum?
Það hlýtur að liggja spiritistum í miklu rúmi, hvort
reimleikafyrirbrigðin eru raunverulega sálir framliðinna,
eða aðeins furðulegar myndir liðinna atburða, og þess
vegna langar mig að setja fram í þessu erindi tvær skýr-
ingatilgátur, þótt ég geti engan veginn skýrt þetta vanda-
mál til fulls, og verði að láta mér nægja að stikla á fá-
um atriðum.
Reimleikarnir eru sjálfsagt algengastir af öllum yfir-
venjulegum fyrirbrigðum, og ég gæti nærri því trúað, að
fleiri væru þau húsin, þar sem eitthvað hefir á þeim borið,
en hin, þar sem ekkert hefir orðið þeirra vart. Menn heyra
ýmis konar högg og dularfull hljóð, sem oft reynast í
fyllsta máta ó-dularfull, þegar betur er að gáð, en stund-
um verða höggin óskiljanlegri og þyngri, hlutir kastast
til og frá án þess að nokkur mannleg hönd valdi þeim
hreyfingum, verur fara að birtast mönnum í draumum,
og verða að einhverju leyti settar í samband við höggin
og hreyfingarnar, og loks ná reimleikarnir hámarki sínu,
er svipir framliðinna birtast og koma fram skynsamleg-