Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 17
MORGUNN
143
Bænin.
Einu sinni, þegar Hafsteinn var heima hjá sér, bar
fyrir hann það, sem hér greinir. Hann segir sjálfur svo
frá þessu:
,,Ég les oft bók séra Haralds, Árin og eilífðin. Ég
tók hana sem oftar í þetta sinn og var að byrja að
lesa ræðu hans um bænina. Þegar ég var að byrja
lesturinn, varð ég þess var, að Einar H. Kvaran stóð
við hlið mér. Hann benti með fingrinum á blaðsíðuna
og studdi honum á orðið „Bænin“, sem er fyrirsögn
ræðunnar, og um leið sagði hann mjög ástúðlega:
„Þetta les mamma oft“. Þegar hann hafði sagt þetta,
hvarf hann sjónum mínum“.
Næst, þegar hann hitti frú G. Kvaran, sagði hann
henni, hvað fyrir sig hefði borið. Gat hún þess, að ekki
væri þetta út í bláinn, því að fáar af ræðum séra Haralds
væru sér hugstæðari, og oftar læsi hún ekki neina þeirra
en þessa, sem hann hefði vísað til.
Við þessi sönnunargögn hef ég litlu að bæta, þau tala
sínu máli sjálf.
Einar H. Kvaran virðist margsinnis hafa komið og
talað við oss um áhugamál sín. Því til sönnunar, að það
væri raunverulega hann sjálfur, hefur hann komið með
endurminningar um mörg atriði úr jarðlífi sínu innan
lands og utan og fyrir konu sinni hefur hann sannað sig
nieð þeirri sönnun, sem hann var áður búinn að gera
ráð fyrir við hana, að sanna sig með, og engum var
kunnugt um nema þeim hjónunum. Það sönnunaratriði
verður að mínum dómi enn merkilegra fyrir það, að það
ttlá kalla hversdagslegt, en svo eru mörg merkilegustu
sönnunargögnin, sem tvímælalaust hafa sannað, að látinn
lifir. .
Úr ýmsum áttum hefur heyrzt frá sálrænu fólki, að
Einar Kvaran hafi gert vart við sig hjá því.
Vera má að svo hafi raunverulega verið, en þess verð-
um vér að minnast, að hann var sjálfur allra manna