Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 82
208
M O R G U N N
og afrek hans einmitt með það fyrir augum, hversu nú
standa sakir hinna jarðnesku vísinda á Vesturlöndum.
Á tilraunafundunum með Mr. Home gerðust oft furðu-
legir hlutir. Mig langar til að ljúka þessu erindi með
frásögn af einum þessara funda, sem haldinn var á heim-
ili Hall-hjónanna á páskadagskvöld 1866. Frú Senior
er sú, sem fundargerðina ritaði en aðrir fundargestir
staðfestu frásögn hennar með undirskrift sinni.
,,Þegar Mr. Home kom — segir frúin var hann fölur
og þreyttur svo að við urðum hrædd um að lítil fyrir-
brigði mundu gerast. Hann settist við flygilinn og spilaði
og söng dálitla stund; en þegar hann fór að leika rúss-
neskt lag, sem konunni hans hafði þótt mjög vænt um,
fór auður stóll á gólfinu að hreyfast, unz hann stað-
næmdist við hlið hans fyrir framan hljóðfærið.
Við settumst að borðinu. Það lyftist og titraði og því
næst voru stöfuð þessi orð: ,,Nú ætlum við að leika jarð-
líf hans, sem ekki var af þessum heimi“.
Fyrst heyrðum við einfalda, milda og þýða hljómlist
í nokkrar mínútur. Þá heyrðum við þungt fótatak, eins
og skóhljóð mikils mannfjölda blandaðist hljómlistinni,
og ég hrópaði: „Þetta er förin til Golgata!“ Því næst
heyrðum við þrisvar sinnum þung högg með málmhljóði,
eins og hamri væri slegið á nagla. Þá heyrðum við
dynjandi gný og eins og sára kveinstafi fylla herbergið.
Síðar kom dýrleg hljómlist, þrungin sigurhreimi, dýr-
legri en nokkurt okkar hafði áður heyrt, og við hrópuð-
um: ,,Upprisan“ — og hjörtu okkar urðu gagntekin af
hrifning“.
Er mannkyninu á öðru meiri þörf en því, að hug þess
yrði snúið frá vopnum og vítisvélum en að íhugun og
rannsókn þessara leyndardóma?
Hvort mun vænlegra til blessunar, að haldið sé áfram
að nota rannsóknarstofur hernaðarvísindanna til þess,
sem þær eru notaðar nú, eða þær yrðu teknar í þjónustu