Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 15
MORGUNN
141
Hann situr hér hjá okkur og ég sé að hann er eins og
að byggja upp einhvern hlut, sem honum er hugleikið að
sýna. Hann heldur á hlutnum í hendinni.
Ég spurði nú, hvort hann gæti nefnt hlutinn, en það
getur hann ekki, heldur fer að stafa sig áfram:
Ég sé K. og Ó, en það á að vera S fyrir framan K-ið.
Þetta virðist Hafsteinn eiga örðugt með, en síðan kemur
hann með allt orðið SKÓR.
Hafsteinn heldur áfram: Kvaran segir að þú hafir
stundum verið óþæg með að nota þá, „en mig langaði svo
til þess, að þú notaðir þá“, segir hann. Ilann handleikur
skóinn og þykir ákaflega vænt um að hafa getað komið
þessu til þín.
Lengri varð sönnunin ekki, en þetta var endurminning
mannsins míns um löngu liðinn atburð, því að bæði í
gamni og alvöru bað hann mig oft um að nota íslenzka
skó innanhúss og ítrekaði þá oft, að með íslenzka skónum
skyldi hann sanna sig fyrir mér eftir að hann væri far-
inn af jörðunni, því að allt af gerði hann ráð fyrir, að
hann færi á undan mér.
Þá kemur enn eitt sönnunaratriði frá hr. Einari Lofts-
syni, sem sýnir mjög ljósa endurminning E. H. K. um
atvik úr lífi hans, sem gerðist hér á landi.
Ferðalagið.
Einu sinni, síðastliðinn vetur, kom Hafsteinn sem
snöggvast inn til mín, en stuttu eftir að hann kom varð
hann var svo sterkra sambandsáhrifa, að hann taldi ekki
rétt að spyrna móti þeim, og að vörmu spori var Finna
farin að tala við mig af vörum hans. En án þess að gera
nokkura grein fyrir því, hvert erindi sitt væri að þessu
sinni, hætti hún allt í einu að tala við mig, en rétt á eftir
ávarpaði Einar H. Kvaran mig. Allt benti til þess, að
hann hefði ágæt tök á miðlinum að þessu sinni, svo eðli-
legur var raddblær hans og svo líkt orðatiltækjum hans
°g framsetningu það, er hann sagði, að mér gat ekki