Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 45
MO RG UNN
171
I erindunum, sem ég hef minnzt á, virtist mér ræðu-
maðurinn aðallega koma fram sem vísindamaðurinn, en
þó fjarri því að vísa á bug trúnni, en virtist þvert á móti
hafa tilhneiging eða löngun til að tileinka sér hana og
láta þetta tvennt vinna saman og ef til vill var sú til-
hneiging tilefnið til að erindin voru flutt og „leikmað-
ur steig í stólinn“.
Það liggur nú í augum uppi, að starfssvið spíritismans
er á efstu hæðinni. Ekki þó svo að skilja, að hann geti
ekki þurft að koma við á neðri hæðunum, og að rök-
réttar ályktanir út frá honum geti snert það og gefið
leiðbeiningar um það, hvernig sjá beri fyrir líkamleg-
um þörfum á neðstu hæðinni og lifa borgaralegu sið-
menningarlífi á annari hæðinni. En það er þó, eins og ég
áður sagði, aðeins ályktanir, sem ekki verður komizt hjá
að draga af spíritismanum og niðurstöðum hans, en
ekki hann sjálfur út af fyrir sig.
En hvað er þá spíritisminn sjálfur út af fyrir sig?
Ég og aðrir höfum ef til vill komið með fleiri skil-
greiningar á því, en ég hef nú ekki aðra skilgreining en
þá, að hann er þekking. Út af fyrir sig er hann ekkert
annað en þeklcing, nánara til tekið sú þekking, að þeir,
sem deyja frá okkur, ástvinirnir, er fara á undan okkur
og vér erum að syrgja svo sárt, eru enn þá lifandi á
öðru tilverusviði, undir öðrum skilyrðum að vísu, en þó
sömu mennirnir með sömu endurminningarnar um líf
sitt og sömu tilfinningarnar, þar á meðal sama kærleik-
ann til þeirra, sem þeir elskuðu hér, og elskuðu þá. Þetta
er með öðrum orðum þekking, sem er svar við hinni æva-
gömlu þjáningarspurningu Jobs og alls mannkynsins:
„Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur?“ Ég sagði
þjáningarspurning, af því að svarið við henni hefur
að langmestu leyti ekki orðið annað, en meira eða minna
kveljandi óvissa og efasemdir.
Spíritisminn er þá þekking, þessi þekking, og — ef
hann er það ekki, þá væri hann einskis virði fyrir okkur