Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 61
MÖRGUNN
187
Æfintýrið
um Daníel Bunglas Home.
Eftir séra Jón Auðuns.
Flutt á altnennii fpœöslukvöldi S.R.F.Í. t Frikirkjunni l
Reykjavik 21. april 1940.
Mörg yðar munu kannast við hina frægu sjálfsæfi-
sögu æfintýrahöfundarins mikla, Andersens, að hann
segir þar; ,,Líf mitt er fagurt æfintýr“.
Þau orð hefði maðurinn, sem ég ætla að segja yður
frá í dag, vafalaust viljað heimfæra upp á sitt líf, enda
þótt hann stæði jafnan öðrum fæti í ljóssins ríki, en
hinum í heimi harms og sorga. En flest æfintýrin geyma
ekki að eins sagnir um kónga, gull og gersemar, heldur
jafnframt kapítula um öskustóna, um tár og þungar
raunir.
Hver var D. D. Home? Einhver mest umtalaði maður-
inn í Evrópu og Ameríku á síðari hluta síðastliðinnar
aldar, unz hann var lcallaður af þessum heimi og jarð-
neska æfintýrinu var lokið, einhver undursamlegasti
kraftaverkamaður og miðill, sem ■ mannkynið hefir
þekkt; glæsilegri sigurvegari en Caesar og Napóleon
og píslarvottur meiri en margir dýrlingarnir, því að
hann lifði með sína stórkostlegu gáfu á örðugustu byrj-
unarárum hinna ungu, sálrænu vísinda á Vesturlöndum.
I.
Daníel Dunglas Home, sem var að föðurkyni af gam-
alli skozkri aðalsætt, fæddist í námunda við Edinborg
þ. 20. marz árið 1833. I móðurætt hans hafði skyggni-
gáfan verið arfgeng, í marga. ættliði. Var móðir hans
sjálf skyggn og á meðan hann var barn að aldri, fékk
hún merkilega skyggni vitrun um drenginn, sem rætt-