Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 12
138
M 0 R G U N N
Þegar Finna hafði heilsað viðstöddum og ávarpað þá
nokkrum orðum, sneri hún máli sínu til frú G. Kvaran og
mælti á þessa leið:
„Hann (þ. e. E. H. K.) er kominn til þín, hann er með
fangið fullt af blómum, þau eru úr landinu, sem þið hafið
bæði ferðazt um. Hann er að minna þig með þessu á
löngu liðnar stundir, þegair. þið voruð þar“. „Ég sé stóra
lest“, sagði Finna þessu næst. „Ykkur voru færð blóm,
þegar þið voruð að fara, þau áttu að túlka þakklæti
fólksins fyrir samveruna með ykkur, blómunum var ætlað
að segja það, sem orðin geta aldrei skýrt frá. Þið hafið
komið í borg í þessu landi, hún var nú. lítil þá í saman-
burði við það, sem hún er nú, en það voru þar svo margir
„landar“, íslendingar á hann við, en þeir voru stundum
nefndir þéssu nafni þar“. Þessu atviki kvaðst frú G.
Kvaran muna vel eftir.
Finna sagðist nú sjá nýrri mynd bregða fyrir. „Ég sé
ykkur bæði á ferðalagi, þið farið þá með fram langri
strönd“. Frú G. Kvaran kvaðst geta skilið, hvað hann
ætti við með þessu, þótt ekki væri meira sagt.
,,Hann sýnir mér nú nýja mynd“, hélt Finna áfram.
„Hún er líka af ferðalagi, hann fór þessa ferð einn, nei,
það er nú víst ekki rétt hjá mér, ég á við það, að þú
varst ekki með honum, en drengurinn var með honum“.
„Hvaða drengur?“, spurði frú G. Kvaran. „Hann Ragnar
ykkar og svo einhver annar maður, ég held prestur, dökk-
ur á hár og skegg, hann hafði víst yfirskegg. Hann Einar
þinn fór þá eða var að fara til einhvers læknis, ég held
vegna brjóstsins á sér. Þú varst áreiðanlega ekki með
honum á þessu ferðalagi", sagði Finna við frú G. Kvaran.
„Þú varst þá vestur frá. Ég er nú að vísu ramm-áttavilt
þarna, en mér heyrist hann vilja að ég segi þetta svona.
Húsið, sem þú áttir þá heima í, var hvítleitt að lit, samt
ekki alveg snjóhvítt, en það var mjög ljóst að sjá í sól-
skini. Það er áreiðanlega garður hjá húsinu, held að hann
sé sunnan undir því. Þú hefir stundum setið þarna inni