Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 13
MORGUNN
139
í stofu og mér finnst, að hún hafi snúið móti suðvestri.
Landið þarna umhverfis er slétt að sjá og stór skógur er
þarna nálægt. Það sést r vatn frá húsinu. Þá sé ég þarna
líka roskinn mann og hjá honum konu, hún er í meðallagi
stór að sjá, hefir haft dökkjarpt hár, en nú er það orðið
silfurhvítt. Hún hefir sett hárið upp á höfuðið og hún
sýnir sig í dökkum kjól, og hann hefir verið hár í háls-
málið“.
Frú G. Kvaran kvaðst muna vel eftir þessu, og sagði
að allt sem Finna hefði sagt í þessu sambandi væri rétt.
Finna hélt nú áfram samtali sínu við frú Kvaran, og
sagði henni frá því, að maður hennar sýndi sér annað
ferðalag. ,,Þá varstu með honum, og það var einhver mað-
ur samferða ykkur, hann hét Friðrik“. „Heldurðu að þú
sjáir þetta alveg rétt, Finna mín?“, spurði frú Kvaran,
„heldurðu að þarna blandist ekki eitthvað saman?“ „Það
var ekkí sá Friðrik, sem þú ert að hugsa um, þessi með
skrítna eftirnafnið“, svaraði Finna þegar, „en hann segir
að þessi samferðamaður ykkar hafi heitið Friðrik, hann
var ljós í andliti og dökkhærður“. „Þetta er víst alveg rétt
hjá þér, Finna mín“, sagði frú Kvaran, „ég man vel eftir
þessu“.
„Þegar þið voi’uð á þessu ferðalagi, gistuð þið hjá
drengnum“. „Hvaða dreng?“ spurði frú Kvaran. „Hon-
um Ragnari“, svaraði Finna þegar. „Hann stendur núna
hjá stúlkunni þarna, henni Ragnheiði, en hún var þá lítil
þegar þið komuð þar“. (Ragnheiður dóttir Ragnars Kvar-
ans varstödd á þessum fundi). Frú Kvaran sagðist muna
éftir þessu.
Áður en fundinum lauk, talaði E. H. K. sjálfur af vör-
um miðilsins og eftir að hann hafði ávarpað konu sína
Uokkurum orðum og heilsað fundarfólkinu, sagði hann:
»Magnús, Magnús. Mig minnir að ég hafi nefnt einn
úreng í sögu eftir mig þessu nafni, en ég var ekki búinn
að ljúka við hana þegar ég fór, en hann er þar líka nefnd-