Morgunn - 01.12.1940, Blaðsíða 114
240
M O R G U N N
ísl. þýðingu eftir Jak. Jóh. Smára, mag.
art. Er þar margháttaðan fróðleik að fá
um efni, sem almenningur þarf að þekkja og hvetur
Morgunn eindregið til að bókin sé lesin og keypt. Einn-
ig er væntanleg á markaðinn bók um Meyna frægu frá
Orleans, eftir franska rithöfundinn Leon Denis, sem var
á sínum tíma einhver áhrifamesti boðberi spiritismans í
Frakklandi. Ritstj. Morguns hefir þýtt þessa bók á ís-
lenzku. Bókin heitir ,,í þjónustu æðri máttarvalda —
„Mærin frá Orleans“, og geymir margvíslegan fróðleik
um þessa furðulegu sveitastúlku frá Domremy, sem vissu-
lega er ein af merkilegustu persónum mannkynssög-
unnar; en vegna þess að hr. Leon Denis var lærður sál-
arrannsóknamaður og auk þess gæddur sálrænum hæfi-
leikum, verður bók hans, þótt lítil sé að vöxtum, merki-
legri en margar aðrar bækur og stærri, sem þeir menn
hafa ritað um hina helgu mey, sem engan skilning höfðu
á hinu merkilega, sálræna lífi hennar.
Margir unnendur sálarrannsóknamálsins sýna í verk-
inu, að þeir skilja hvílík nauðsyn oss er á, að S. R. F. í.
eignist hús yfir starfsemi sína. Húsbygg-
Örlátir vinir. ingarsjóðnum hafa borizt þessar gjafir
og áheit, auk þeirra, sem áður hefir verið
getið: Guðr. Markúsd. Mjölnisv. 48, kr. 10,00, Nanna
Valdemarsd. Þórisst., 25,00, Margrét Grímsd. í Mýrdal,
10,00, V. Guðnad. 5,00, Hjálmar Jónsson, Fjósum 50,00,
Guðrún Jónsd. Njálsg. 98, 50,00, Ónefndur (afh. af Jóni
Jónssyni), 50,00, Friðrikka Sæmundsd. Eskif. 20,00, Ó-
nefnd kona Akureyri, 20,00, Ónefnd Akureyri, 5,00,
N. N. 10,00.