Lindin - 01.01.1932, Side 15
L I N D I N
13
Er meðbræður velja mér hrópyrði’ og háÖ
og' hryggð mín er smáð,
eg líð það í auðmýkt, sem lífið mér ber,
það lœrði’ ég af þér.
Á bænarstund.
Ég krýp og faðma fótskör þína
frelsari minn á bænarstund,
ég legg, sem barnið, bresti mína
bróðir í þína liknarmund.
Ég hafna auðs og hefðarvöldum, —
hyl mig í þínum kærleiksöldum.
Næturbæn.
Hljóða, milda, helga nótt,
hjörtum manna gef þú frið,
berðu allra bænir hljótt
beint til guðs um stjarnarið.
Geimdjúps er boðar bláir
blika svo tignarháir,
mannsandinn eldheitt þráir
upp til þín, guð!
Heyr þú, drottinn, hjartans mál
— hugardjúpsins ölduslátt —;
jarðarbarnsins sjúku sál
sendu, guð, þinn himnamátt.
Heimshjartað friði fylltu,
fárviðri lífsins stilltu,
bölsflóði bænatrylltu
bæg frá oss, guð!