Lindin - 01.01.1932, Page 29
L I N D I N
27
inguna með bestum árangri, hvernig þau eiga að gjöra
tilraun til þess að skilja sem réttast hvert orð.
Ég treysti þér að segja mér hið fyrsta, hvernig þú
lítur á þetta mál, hvort þú álítur að svona biblíuskýr-
ingar geti orðið nemendum og kennurum kristinna
fræða að gagni.
Með kærri kveðju í vináttu og bróðemi.
Halldór Kolbeins.
Dyggðajátning.
Ég vil vera trúr og tryggur,
trausti bregðast ei né svíkja,
vera í orði og iðju dyggur,
ei frá gefnum heitum víkja.
Ég með dirfsku satt vil segja,
sannleik, rétt og göfgi hylla,
lýgi engri undan sveigja,
ekkert láta hug minn villa.
Ég vil stefna hátt og hafa
hugsjón göfga fyrir stafni,
orkupund mitt aldrei grafa,
iðja og biðja í Jesú nafni.
íllar hvatir engar heima
eiga skulu í huga mínum,
hjarta mitt ég hreint vil geyma
helgað Drottni Guði sínum.