Lindin - 01.01.1932, Page 43
L I N D I N
41.
Lífi og dauða drottinn ræður
Margir stríðið við marinn heyja.
Hátt rísa öldur.
Hafið djúpa
hylur nú son minn sjónum mínum.
Stirð er hans höndin
hjartað þagnað,
bros sjest ei lengur
á blómlegum vörum,
augun sem ljómuðu
af æsku fjöri
liggja nú brostin
und bárum köldum.
Nú heyrast ei lengur háir tónar,
af hans höndum úr hörpu slegnir;
alt er svo hljótt og ein hjer ríkir
auðn hin kalda og ömurlega.
í faðminn mig tók hann, í síðasta sinn
sá jeg þá ástkæra drenginn minn
til skips síns halda með hraða.
»Jeg má ekki tefja, mamma«, hann kvað,
»mjer verður bezt að fara af stað,
en geymdu nú lundina glaða.
Mjer líður illa, jeg lasinn er,
það læknast á sjónum, trúðu mjer;
ei tjáir í landi að liggja.
Jeg kem eftir tvo daga hingað heim,
hef jeg víst gott upp úr túrnum þeim,
best er á sjóinn að byggja.