Lindin - 01.01.1932, Síða 70

Lindin - 01.01.1932, Síða 70
68 L I N D I N leg þögn, sem stakk mjög í stúf við hitann og skarkal- ann úti. Fólkið streymdi inn um þrennar dyr kirkjunn- ar, læddist hljóðlega milli súlnaraðanna og tók sér sæti. Hér gat að líta margskonar ólíkar tegundir manna, karla og konur, unga og gamla, frítt fólk og ófrítt, en eitt var öllum sameiginlegt: Allir voru hátíðlegir og al- varlegir, eins og þeir væntu einhvers stórtákns af himn- um ofan. Kirkjan var nú orðin fullskipuð, og klukkan er að telja út síðustu sekúndur hinnar sjöttu stundar. Þögnin er djúp eins og hafið. En allt í einu er kyrrðin rofin af dynjandi tónafossi frá hinu volduga hljóðfæri uppi á stafnsvölunum. Þrumur og eldingar máttugra töfratóna knýja hinar háreistu bogahvelfingar. Kirkj- an öll er orðin eitt voldugt hljóðfæri — einn titrandi hljómgrunnur. Hamslaus kynngikraftur tónanna fylhr loftið slíku reginmagni, að hárin rísa á höfði manns, og kaldir straumar falla niður eftir bakinu. — Svo lægir tónastorminn aftur, og nú er sem heyrist fossniður og brimhljóð í fjarska. Þá fer íslendingunnn að átta sig og kannast við lagið. Það er íslands lag/ Þá er sem útsýni opnist óralangt í norður. Land rís úi hafi hátt og tígulegt með mjallhvíta jökulhjálma hið efra; fossar falla úr hlíðum, og brim dunar við klett- ótta strönd. Sólskin og heiðríkja yfir. Enn kyrrir og hægir, og tónamir verða svo miklir og mjúkir eins og sunnanblær getur verið blíðastur og beztur í sólskini á vordag — og loks dauðaþögn. Menn sitja fölir og agndofa eftir þetta kynngiveður stórkostlegustu tónlistar. Nú heyrist hljóðlegt fótatak, og gamli presturinn birtist í prédikunarstólnum. Hann er mjallhvítur fyrir hærum, og djúp alvara hvílir yfir svipnum. Hann talar skýrum rómi, svo að heyrist glöggt um alla kirkjuna; enda er gott hljóð, ekkert þrusk eða marr í bekkjum, enginn hósti eða stuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Lindin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.