Lindin - 01.01.1932, Page 80

Lindin - 01.01.1932, Page 80
78 lindiN blómagarðinn, sem er hjá húsi hans. Bæði er garður þessi fallegur og þó merkilegri fyrir sögu sína. Allt í kringum hann eru berar, gróðurlausar klappir og svo var einig þar sem hann stendur. Varð því að ryðja og sprengja og flytja að gróðurmold. Garðurinn stingur þvi mjög af við umhverfi sitt og sýnir hverju góður vilji og alúð geta komið til leiðar og skapað fegurð úr ófríðleika. Enda hafði einhver á orði, að verk þetta væri hinn bezti ræðutexti. En nú var okkur ekki til setunnar boðið. Hestar voru heim reknir, lagt á þá, farangur settur á töskuhest, stigið á bak og haldið af stað. Sigurður kaupfélagsstjóri fylgdi okkur eða réttara sagt: flutti okkur. Vorum við vel ríðandi og var þegar farið all-greitt, því að vegur- inn fram Langadalinn er sæmilega góður, eða svo þótti mér a. m. k., enda hef ég kynnzt vegunum hér í Arnar- firði undanfarin ár, en hér kemur það stundum fyrir, að maður verður að sneiða fram hjá einhverju stór- bjarginu, sem fallið hefir í götuna nóttina áður. Eru þau sum til sýnis enn í götunni, ef sagan þykir ótrúleg. — En ekki virtist mér allir vera ánægðir með veginn í Langadalnum og er það engin ný heimspeki, að venj- an ráði um smekk manna. Áður en við lögðum á Stein- grímsf jarðarheiði, áðum við lengi og fórum á berjamó. Hygg ég að bílfarar borganna, sem gjóta hornauga til okkar útkjálkabúa, af því að við ferðumst á hestum eða fótgangandi á sjálfri tuttugustu öldinni, hefðu þó gjarnan viljað vera komnir í þær krásir af hreinu lofti og berjum, morandi af vítamini. Á miðri heiðinni er sæluhús, griðastaður vetrarfara. Annars er hún tilbreytingarlaus, svo að maður flýtir sér yfir hana sem mest. Niður Steingrímsfjarðarmegin er snarbrött brekka. Þar ganga allir. Svo er haldið nið- ur Staðardalinn og nú er dagleiðin að verða á enda. Þegar nálgast ákvörðunarstaðinn, eru sléttar eyrar og Staður blasir við undir all-háum háls-brekkum, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.