Lindin - 01.01.1932, Blaðsíða 84
82
L I N D I N
Safnaðarfréttir.
Á síðastliðnu sumri fór fram stór og ágæt viðgerð á
Vatnsfjarðarkirkju. Var kirkjan þiljuð að innan og
máluð. Verkið framkvæmdi Árni B. ólafsson trésmið-
ur á ísafirði og er það prýðilega af hendi leyst. Enn
fremur hefir girðing verið sett um grafreitinn og er
hún vönduð. Fer vel á því að söfnuðir geri það sem
unnt er til þess að fegra kirkjugarðana.
/ ögri hefir einnig verið sett ágæt girðing um graf-
reitinn, grænmáluð og er að henni staðarprýði hin
mesta.
Á lsafjarðarkirkju hafa og farið fram miklar endur-
bætur. Hefur hún verið járnklædd að utan og er nú,
þegar þetta er ritað, verið að mála hana að innan. Mun
hún nú endast nokkur ár, þar til hægt verður að hefj-
ast handa um nýja kirkjubyggingu. Kirkjubyggingar-
sjóðurinn er nú orðinn kr. 20.000.00. Kirkjubyggingar-
nefnd er nýlega kosin. Formaður hennar er Þórður Jó-
hannsson, úrsmiður, féhirðir Aðalsteinn Jónsson, kaup-
maður og ritari Hinrik Theodórs, bankaritari.
Mikil vinna hefir verið lögð í kirkjugarðinn hin sið-
ustu ár, og hefir útlit hans tekið stórum breytingum til
batnaðar. Er nú grafið í garðinn samkvæmt skipulagi.
Skátar á fsafirði hafa unnið mikið að fegrun kirkju-
garðsins, endurgjaldslaust, og verðskulda þakkir fyrir.
Um þessar mundir er verið að reisa forkirkju við
Staðarkirkju í Grunnavík. Verkið vinnur aðallega
Þórður trésmiður Guðmundsson á fsafirði með aðstoð
sóknarprests og sóknamefndar. Auk þess er kirkjan
endurbætt bæði utan og innan, ofn settur í hana og
verður hún síðan máluð. Munu Grunnvíkingar allir
fagna þessari breytingu.
S, S,