Lindin - 01.01.1932, Blaðsíða 90
88
L I N D I N
Bókin er án efa mjög lofsverð viðleitni frá hendi höf-
undarins. Tími og reynsla ein getur skorið úr því hve
hagkvæm og nothæf bókin er við kennslu og er hún
eini öruggi dómarinn og öllum ritdómum æðri — enda
hygg ég að höfundi sé það ljúfast og mesta áhugamálið
að leiða bók sína á dómþing reynslunnar.
Tel ég sjálfsagt fyrir alla kennara kristinna fræða,
vígðra og óvígðra að kynna sér »Námsbók kristin-
fræða« og stuðla að því að reynslan fái að sýna kosti
bókarinnar. —
LINDIN getur um rit og bækur, sem hafa menning-
argildi, séu henni send þau til umsagnar.
Ritstj.
Meðlimir
Prestafélags Vestfjarða.
1. Séra Böðvar Bjarnason, Rafnseyri.
2. — Einar Sturlaugsson, Patreksfirði.
8. — Halldór Kolbeins, Stað í Súgandafirði.
4. — Jón Brandsson prófastur, Kollufjarðarnesi.
5. — Jón Jakobsson, Bíldudal.
6. — Jón N. Jóhannesson, Stað í Steingrímsfirði.
7. — Jónmundur Halldórsson, Stað í Grunnavík.
8. — Jón ólafsson, Holti í önundarfirði.
9. — Jón Þorvaldsson, Stað á Reykjanesi.
10. — óli Ketilsson, Dvergasteini í Álftafirði.
11. — Páll Sigurðsson, Bolungavík.
12. — Run. Magnús Jónsson, Stað í Aðalvík.