Lindin - 01.01.1932, Page 102
100
L I N D I N
Formaður Prestafélags Islands
vígslubiskup Sigurður Sívertsen,
Reykjavík.
Prestafélag Vestfjarða þakkar yður, háæruverðugi
herra vígslubiskup, fyrir hlýja kveðju og árnaðaróskir
frá yður og Prestafélagi íslands og óskar yður heilla
og blessunar í framtíðarstarfi yðar fyrir kirkju og
kristindómsmál með þjóð vorri.
Sigurgeir Sigurðsson.
9. Stjómarkosning. Stjórnin var endurkosin í einu
hljóði. f varastjórn til eins árs voru kosnir: sr. Sig-
tryggur Guðlaugsson og sr. Helgi Konráðsson.
10. Endurskoðandi var kosinn til eins árs sr. Páll
Sigurðsson.
11. Kirkjan og útvarpið. Sr. Jón N. Jóhannesson
flutti inngangserindi. Formaður taldi það æskilegt að
allir prestar landsins flytji útvarpsguðsþjónustur, er
skiftist þannig niður að a. m. k. 10 prestar utan
Reykjavíkur flytji útvarpsguðsþjónustur á ári, þannig
að hver prestur messi a. m. k. 10. hvert ár fyrir út-
varpið og að hljóðtakar verði settir í sem flestar kirkj-
ur, þar sem því verður við komið í sambandi við síma.
Samþykkti fundurinn með öllum greiddum atkvæðum
að senda útvarpsráði íslands þessa ályktun.
12. Prestafélagsstjóminni var falið að ræða við út-
varpsstjóra um, hvort ekki væri tiltækilegt, að útvarp-
ið flytti bæn að lokinni dagskrá á sunnudögum.
Var þá sunginn sálmurinn: Þú Jesús ert vegur til
himinsins heim, og síðan var fundi frestað.
13. Við miðdegisverðarborðið stóð formaður félags-
ins upp og þakkaði sr. Jóni N. Jóhannessen og frú
hans fyrir hinar ágætu viðtökur og tóku allir fundar-
menn undir það með því að standa upp. Pastor loci
þakkaði fundarmönnum komuna og árnaði þeim góðr-
ar heimferðar.