Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 49
47
lítið að segja, hvort þessir helgisiðir eru gamlir eða
nýir. Ef þér liafið ekki nýja, þá munuð þér snúa
aftur til þeirra gömlu. Margir yðar hafa yfirgefið
gömlu formin og tekið upp ný, i þeirri von að finna
sannleikann þar, en þér hafið ekki fundið hann.
Það er ekki nóg að segja: „Einhvern tíma í eilífð-
inni finnum við sannleikann“. Auðvitað gerið þið
það. Ég segi, að til ])ess að finna sannleikann nú,
verðið þér að losa yður við þetta allt saman. Segið
nu ekki á eftir, að ég setji að eins eitt orð i staðinn
fvrir annað. Engin ytri hjálp kemur að verulegu
gagni, heldur þarf að hjálpa til að göfga einstakl-
mgstilraunirnar og efla og styrkja sjálfið. Þetta
er hið eina, sem er nokkurs virði, en ekki kirkjur
yðar og lielgisiðir. Ég veit ekki livað oft ég er bú-
Jnn að svara þessum spurningum, og ég býst við að
verða að halda áfram að svara þeim til dauðadags,
því þér viljið ekki sleppa þessum ytri formum, vilj-
iÓ ekki rejma að standa einir og óstuddir, frjálsir
°g öruggir í fullvissunni um, livers þér leitið. Ef þér
fvlgið ekki einu forminu, þá gerið þér yður annað í
staðinn. Þessi vtri gerfi, sem geyma eiga andleg-
t^ika, eru ekki ávöxtur lífsins, sannleikurinn hirtist
ekki í þeim. Ég legg áherzlu á þessa skoðun mína.
Ég held því fram, að ég liafi fundið það, sem allir
menn eru að leita að; en ef þér viljið finna það
líka, þá verðið þér að verða frjálsir menn og sterkir
°g yfirgefa allan harnaskap. Þér fáið aldrei sann-
arlega, skilyrðislausa lijálp að utan og þó að þér
njótið í þessum ytri hlutum, þá finnið þér aldrei
sjálf yður á þann liátt. Ég veit að þér segið: „Þeir
eru fagrir, þeir eru þetta og þeir eru hitt“. Vinir