Skuggsjá - 01.01.1930, Qupperneq 70
68
öllu á ringulreið umhverfis sig. En þegar þú hefir
fundið sannleikann, þá fyrst megnar þú að hreyta
þessu öllu.
Þess vegna er það nauðsynlegt að finna sannleik-
ann. Hann verður að vera grundvöllur lífsstefnu «
þinnar, grundvöllur þess, hvernig þú breytir við
aðra, hvernig þú liugsar um aðra, og grundvöllur
þeirra verka, sem hugsanir þinar og tilfinningar
stjórna. í þessu er sannleikurinn fólginn: í sjálfri
vinnunni við að afla sér jafnvægis, i áreynslunni við
að afla sér fullkominna hugsana og fullkominnar
elsku.
En þetta máttu ekki gera að trúarbrögðum,
kreddum eða átrúnaði, þú átt að eins að sýna í
breytninni skilning þinn, og að sál þín sé rótfest í *
liinu eilífa.
Ég- held því fram, að liið eilífa sé lausn frá öll-
um hverfleika. Hverfleiki er takmörkun. Leitaðu
að liinu óendanlega sjálfi, sem er innra með hverj-
um manni. Leggðu þína eigin persónulegu krafta
fram, til að leita þess, en ekki í samfélagi við aðra,
því að eins i heilindum og staðfestu sjálfsins er
frelsið. Lausn sjálfsins er sannleikur. Það er hið
eilífa að þekkja sjálfið, það er frelsið, — það
er það jafnvægi, sem er sönn sköpun. Sjálfið er ei-
líft, það þekkir livorki uppliaf né endi, fæðingu
né dauða: Það er. Þitt takmarkaða, fallvalta sjálf,
leitast við að ávinna sér þann óendanleik, sem er
sannleikur. Frelsið er fólgið i viðleitninni að gera
sjálfið óendanlegt. Þú verður að gera þér þetta ljóst
og á þeim skilningi verður þú að byggja lífsskoðun
þína. Þá munu liugsanir þínar og tilfinningar og
i