Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 79
77
muni sína, svo sem auðið er, og liefir öðlazt frelsi
það, sem ég nefni samræmi vitsmuna og elsku —
kann er innblásinn, ekki við og við, heldur stöð-
uglega. Allir leita þessa sifellda innblásturs, og
allir sækjast eftir óslitinni liamingju. Allir leitast
við að rótfesta innra með sér óbreytanlega, eilífa
hamingju, sem að eins er að finna i þeirri sam-
stillingu, sem er fullkomið jafnvægi.
Ef þetta er frelsið og sannleikurinn, liver getur
þá lijálpað þér til að liöndla og geyma stöðuglega
þessa óendanlegu lífsfyllingu. Enginn nema þú
sjálfur, þar stoðar livorki að reiða sig á aðra, né
leita lijálpar annara. En hvernig á þá maðurinn
að ná takmarkinu? Lifið verður að fullkomna sig
sjálft, til þess að ná þvi frelsi, sem er takmark
einstaklingsins. Ef þú lieldur vitsmunum þínum
sívakandi, lærir þú að greina veruleik frá táli, að
finna h7gina i óbeilindunum og sannleikann í þvi
sanna. En þessi sivakandi skynsemi lilýtur að
vera ávöxtur af stöðugri árvekni og þeim sjálfsaga,
sem þú beitir þig, af þvi að þú skilur tilgang lifsins.
A’ú á tímum sjáum vér Iivarvetna að kennivöld-
um er varpað úr vegi. Sjáið yngri kvnslóðina, sem
er í þann veginn að losa sig við þá eldri og liyggst
að vita livað réttast sé. Nú er verið að brjóta þann
myndugleika á bak aftur, ennþá er þó eitt drottin-
vald, sem er eftir að brjóta niður — það sem menn
i hjörtum sínum lialda dauðahaldi í, til þess að ná
andlegum þroska. Það drottinvald verður einnig að
vikja, áður en maður getur þroskað skynsemi sína
lil fullnustu. Þú verður að vera sjálfur þitt eina
kennivald,þú verður að vera byggingarmeistari,sem