Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 91
89
andið þér að yður ilminum og njótið hans. Þó elsk-
an sé upphaflega takmörkuð og hverful, þá leiðir
hún að lokum til óumbreytanlegrar elsku.
„Hvernig er minnið bundið við hæfileikann til að
greina á milli veruleika og táls, og ætti að þroska
minnið til þess að hafa þess full not i þessu sam-
bandi?“ Auðvitað, þetta er einmitt það, sem ég hefi
verið að segja. Þroskun „égsins“ er fólgin i sannri
sjálfstjórn. „Hvernig er minnið bundið við hæfi-
leikann til að greina milli veruleika og táls?“ Skil-
greiningarhæfileikinn er ekkert annað en minni. Ef
þér hafið ekki hið rétta minni, þá eruð þér allt af
hikandi og óviss; þá er dómgreind yðar einskis
virði. En sé minni yðar tamið, ef það geymir
dreggjar allrar reynslu, þá eigið þér að vera fær um
að velja það eina verulega úr öllum þeim táldrægu
hlutum, sem þér eruð umkringd af. Rannsakið alla
reynslu, sem yður býðst, eins og vindurinn ýfir kvr-
lát vötnin, og athugið gildi hennar. Látið hana eiga
sig, ef þér þekkið hana og liún er yður gagnslaus.
Barnið, sem brennir sig, gætir sin eftirleiðis fyrir
eldinum, það hefir fengið reynsluna og man lexí-
una. Ef þér því hafið gengið i gegnum ákveðna
reynslu, þá eigið þér að Iiafa skilið afleiðingar
hennar.
„Ætti að þroska minnið til þess að hafa þess full
not í þessu sambandi?“ Eruð þér ekki að þroska
það allan daginn, þegar þér eruð óaflátanlega og
með stöðugri aðgæzlu að temja sjálfa yður í ljósi
eilífðarskilnings yðar? Lífið þroskar minnishæfi-
leika yðar ef þér eruð aðgætnir. Það eru að eins let-
ingjarnir, sem krefjast hjálpar, af því að þeir nenna