Skuggsjá - 01.01.1930, Síða 114
112
-og eruð, er ekki eingöngu sjálfu sér samkvæmt, heldur einnig
í mínum augum æðsta tegund lifaudi sannleika. En í nokkr-
um atriðum skil ég yður ekki, þótt ég hafi lagt mikið á mig til
þess. Ég finn að ég hefi þegar í raun og veru valið beinu göt-
una, ég get ekki lengur snúið við. Þó er einhver óvissa í með-
vitund minni. Skii ég yður rétt, þegar ég segi: Það er skil-
yrðisbundinn sannleikur í hinum gömlu kenningum um læri-
sveinsveg, innri heimsstjórn o. s. frv. Þessi gamli vegur er til,
en maðurinn verður sjálfur að velja, hvort bann gengur hann,
eða hinn nýja veg, sem þér boðið'?
Krishnamurti: Alveg rétt, þér verðið sjálfir að
ákveða, livað þér gerið. Þetta eru þó engin síðustu
hoð frá minni ltendi. Auðvitað verður einstakling-
urinn að velja sjálfur, ég get engan neytt og eng-
inn getur neytt mig til neins.
Ég hefi gengið liinn gamla lærisveinsveg til-
beiðslunnar og ég sé að hann er allt of langur og
óþarflega hlykkjóttur; því hvaða götu, sem þér
farið, hvaða guð, sem þér tilbiðjið, hvers konar
altari, sem þér byggið, þá hljótið þér þó að lokum
að snúa yður frá þessu öllu að sjálfum yður og
ráða yðar eigin gátur sjálf. Hvaða götu, sem ég
fylgdi, þá átti ég i sífelldu innra stríði, var óánægð-
ur, einmana, Iiræddur, leitaði allt af styrks hjá
öðrum — sálarlíf mitt var allt af likast vellandi
hver. Því segi ég það, að það er sama, hverju þér
trúið og hvað þér tilhiðjið, þér neyðist þó að lok-
um til að snúa athyglinni að sjálfum yður. Hvers
vegna þurfið þér að trúa, tilhiðja, hafa guði, fræði-
kerfi, heimspeki, kreddur, ótta? Allt er þetta til
einkis, þrátt fvrir þetta er „ég“ yðar óánægt, skiln-
ingslaust, órólegt og ófrjálst. Auðvitað er það, eins
og spyrjandinn sagði, einstaklingnum í sjálfsvald
sett, livaða veg liann velur. Þú getur valið hinn