Skuggsjá - 01.01.1930, Page 128
126
að þurfa þeirra með; en vegna heimsins höldum
við áfram að liafa þetta um hönd, því að annars
mundu þjáningar heimsins vaxa“. Svo héldu þeir
áfram að byggja kirkjur og' musteri og að liafa um
hönd lielgisiði, allt til þess að hjálpa heiminum,
og þeir áttu svo annríkt, að þeir máttn ekki vera
að þvi að hlusta á fræðarann.
Þeir einu, sem voru fúsir til afsals voru þeir, sem
yfirgáfu lieimili sín og' fjölskyldur, af því að þeir
vildu losast við skyldur sínar og skuldbindingar.
Og þeir komu til fræðarans og sögðu: „Yið höfum
yfirgefið allt til þess að fylgja þér; útvegaðu okkur
nú eitthvert létt starf, svo við getnm unnið fyrir
okkur um leið og við vinnum fyrir þig“.
Þó voru nokkrir, örfáir, sem yfirgáfu allt og
settust við fætur fræðarans og' reyndu að læra af
honum, livernig þeir ættu að fara að því, að seðja
hina hungruðu og' svala þorsta hinna þyrstu. Þessir
menn huggðu vizku fræðarans líklegri til hjálpar
heiminum, en eigin þekkingu sína; þeir bjuggust
við að einfaldleiki lians yrði heiminum auðskild-
ari en flækjur sjálfra þeirra; að fræðarinn mundi
vita, hvað hann var að segja, þegar liann hélt því
fram, að helgisiðir og viðhafnarreglur væru ekki
nauðsynlegar til þess að finna þá bamingju, sem
liann boðaði; trúðu því að hægt mundi vera að af-
sala sér frændum og vinum í hjartanu, án þess að
yfirgefa þá í holdinu.
En hinir báru þessum mönnum á brýn eigin-
girni og leti. Þeir sögðu: „Heimurinn hefir ekkert
að gera með það brauð, sem fræðarinn hefir á boð-
stólum; heldur þarf hann liinar sérstöku kökur,