Vaki - 01.09.1952, Page 61

Vaki - 01.09.1952, Page 61
innar, þar sem fengist er við þjóðfé- lagsvandamál á raunsæjan hátt. Engu að síður er Þrúgur reiðinnar tilraun til að skapa expressioniskt listaverk, þrátt fyrir augljóst raunsæi. Venjulegur mað- ur, sem ferðast um sveitina Dust Bowl, en þar var hluti myndarinnar tekinn, mundi ekki sjá þar annað en gróður- lausa auðn. I myndinni, séð með augum Fords og Tolands, fær hún á sig fegurð villtrar og brennandi grimmdar. Þannig hjálpar myndatökumaðurinn stjórnand- anum við að tjá það, sem í huga hans er. Auk þessara þriggja atriða, leiks, handrits og töku, skulum við einnig at- huga klippinguna. Þegar kvikmynd er gerð, byrjar stjórnandinn ekki á byrj- uninni og endar á lokunum. Hann tekur hvert atriði í þeirri röð, sem heppileg- ast er og safnar þeim síðan saman í rétta röð. Þýðingarmesti hluti þessa verks er að tengja saman hin mismun- andi atriði, eða svið úr einu atriði, laga þau til svo að þau falli rökrétt og mjúk- lega saman, án þess að samtölin séu rof- in. Á hærra stigi stendur skilningur hinna rússnesku kvikmyndastjóra, með- al til meiri áhrifa. T. d. er í Orustuslcvp- inu Potemkin frægt dæmi um klippingu í kaflanum við Odessahöfn. Sjóliðarnir á Potemkin hafa gert uppreisn, niður að höfninni hafa safnazt borgarar og verkamenn, sem hafa samúð með þeim. Herflokkur er sendur til að berja upp- reisnina niður. Fólkið stendur fyrir neð- an tröppurnar, þegar hermennirnir koma og ganga hergöngu niður tröpp- urnar og skjóta á lýðinn. Tvö samhliða atvik eru sýnd, hermennirnir gangandi niður þrepin og fólkið ofsahrætt fyrir neðan. Atvikin eru fléttuð saman, svo athyglin beinist frá einu á annað. Á- horfendur sjá fyrst herflokkinn ganga niður tröppurnar í beinni röð, síðan ofsalegan hræðslusvip, mann, sem fell- ur o. s. frv. Atvikin eru óslitin röð af ógnum og skelfingum. Klippingin verður skýring á atburðinum, og það má benda á, að hann tekur nokkrar mínútur á tjald- inu, töluvert lengri tíma en hann mundi taka í raunveruleikanum. Fyrir Eisen- stein vakir, að sýna eigin andúð á grimmdinni. Annað dæmi má taka úr mynd Hitchcocks, Þrjátíu og níu þrep (1935), til að sýna á hvern hátt hægt er að auka á hrynjandi myndarinnar með klippingu. 1 einu atriði uppgötvar veit- ingakonan mannslík í herbergi Donats og heldur að það sé af honum. Hún snýr sér að myndavélinni til að hrópa upp yfir sig, en í staðinn fyrir hróp hennar heyrist eimpípublástur og mynd hennar leysist upp í mynd Donats sofandi í járnbrautarvagni. Hitchcock sýnir, hvað veitingakonan liugsar og gefur mynd- inni um leið aukinn hraða og spennu. I mynd Fords, My Darling Clemen- tine, er hrynjandin einhver sú bezta, sem sézt hefur, dásamlega samræmdir kaflar, t. d. þegar yngstur af fjórum bræðrum horfir í draumsýn á hina þrjá ríða burt til borgarinnar. Strax á eftir kemur hraður kafli, yngsti bróðirinn er myrtur af þjófum. Við athugun á klippingunni, hlýtur að vakna önnur spurning, sem er henni mjög nátengd, um myndrænt gildi. Sam- kvæmt eðli sínu á kvikmynd fyrst og fremst að vera myndræn, en það vill oft gleymast. Þegar hljómmyndin kom fram yfirtók hið nýja meðal hug kvikmynda- stjórans svo, að myndirnar urðu nánast langar ljósmyndaðar samræður. Talið var nýjasta nýtt og kvikmyndirnar hafa ekki enn losað sig við þennan ágalla. Jafnvel á þessu ári kom fram ítölsk mynd, II Cristo Proibito, sem hefur ljós- lega þann annmarka, að vera ofhlaðin TlMABlTIÐ VAKI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.