Vaki - 01.09.1952, Page 100

Vaki - 01.09.1952, Page 100
og tryggð? spyr skáldið í Troylus and Cressida: „What’s past and what’s to come is strewed with husks And formless ruin of oblivion.” Hann kemst að sömu niðurstöðu og í Hamlet, en nú verða á vegi hans aðrar myndir, syndir losta, hroka og sviksemi. Þessar þrjár syndir koma fram í Helvíti Dantes í mynd hlébarða, ljóns og úlf- ynju, en þau varna Dante vegar til Fjallsins, þ. e. himnaríkis. Á sama hátt varnar Shakespeare sér sjálfur vegarins með því að horfa köldum augum á synd- irnar þrjár. Leikritin sem hann semur á þessu tímaskeiði fjalla um hve skyn- semin sé vanmáttug, og afhjúpun þess sem virðist, syndarinnar. Hvernig getur skynsemin orðið okkur að liði í siðferð- isvandamálum ? spyr hann í Measure for Measure. Hún reisir ytri lögmál, en að baki er allt ormétið af spilling lastanna. Synd og verund svara ekki hvor til ann- arar. Cressida svíkur Troylus, hún virt- ist sönn en var það ekki. Þess vegna má velja þessum leikrit- um samnefnið Hinn dimmi skógur: þar veitir allt syndinni lið til að hindra sál- ina í að snúa sér til guðs. í næstu tveim leikritum kveður við annan tón. Það eru hinir miklu sorgar- leikir MacbeW og Othello. Þar er einnig fjallað um syndina, en það er önnur synd. Shakespeare er ekki lengur villtur vegar, hann telur fólgna von í skynsam- legri beitingu rökhugsunar. Hann ein- setur sér sjálfskönnun. Virgil segir við Dante: „Ond’io per lo tuo mé penso e discerno, che tu mi segui ed sarö tua guida, e trarrotti di qui per luogo eterno Ove udirai le disperate strida. ...” Eða: „Og ég held, að þér sé fyrir beztu að slást í för með mér, og ég mun vísa þér veginn, leiða þig um eilífðarstað þar sem þú munt heyra örvæntingaróp þeirra.“ — Mennirnir verða að stíga nið- ur til heljar ef þeir eiga að sjá syndina nakta — óreiðuna og dauðann sem búa innra með þeim. Miðaldaheimspekingar hugsuðu sér syndina sem sundrung, en náðin var samræmi. Þessar myndir koma iðulega fyrir í leikritum Shake- speares og síðar mun getið hvernig hann notaði tónlistina í leikritum sínum. 1 leikritinu Macbeth eru tákn syndar inn- anlandsófriður og upplausn ríkisins; tákn náðarinnar í Lear konungi eru sættir Lears og Kordelíu, og er þá leikið undir á hljóðfæri. Macbeth er svartasta vítissýnin, og leikurinn hefur að því leyti sérstöðu að þar heyrist engin tón- list. Þar er okkur sýnd óþvegin illskan og sýnin svarar til lýsingar Dantes á Júdasi og Kölska. Sannleikurinn, þ. e. Kristur, er það sem er. Syndin kemur fram við samruna sýndar og verundar, en hið illa sjálft, ómengað, er neindin. „Nothing is but what is not“ er sagt í örlagaríkri ræðu í leiknum. Macbeth lýk- ur ekki ævinni með kvölum eða dauða, hann verður að engu. Hin illu öfl grafa sér gröf. Neðst á botni helvítis sitja þeir Júdas og Fjandinn, að sögn Dante; þeir höfðu svikið guð með ástleysi sínu. Fjöldinn eru menn sem gerst hafa drottinssvikar, svikið gesti sína og ættjörð, en það er synd Macbeths. Óreiðan er táknræn fyrir heim Mac- beths: „Fair is foul and foul is fair,“ kveða nornirnar í fyrsta atriði, en það skipar til lýsingar Dantes á Lucifer: „S’ei fu si bel, com egli e ora brutto“: Ef hann hefði verið eins fagur og hann er ljótur nú. Svartamessa miðalda var hugsuð frá þessari meginreglu: að allt í himnaríki eigi sér samsvörun eða jafn- TlMARITIÐ VAKI 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.