Vaki - 01.09.1952, Page 114

Vaki - 01.09.1952, Page 114
ið milli ytri heims og sálarheims lista- manns svo óbeint að um tvo fullkomlega aðgreinda, jafnvel öndverða heima er að ræða. Listin gerist samprófun innri heims listamannsins við heim hins ytri veruleiks, efnislegan sem andlegan, er listamaðurinn skapar verk sitt í. Þessi tvívíða tjáningarþörf, þar sem önnur greinin beinist inn á við og er skilorðsbundin viðhorfi hins skapandi listamanns til sjálfs sín, en hin háð ytri heimi og skilorðsbundin afstöðu hans gagnvart lífi hans og skýring tengsl- anna við hann, á sér framrás í listrænni sköpun. Þessi sköpun er tilraun til að tengja víddirnar tvær, sætta heim lista- mannsins og hinn ytri heim, oft bundin þjáning og erfiði. Það er eins og and- legt framhald þess að hann mótar innra líf sitt, skynjun, hugsun og reynslu í ytra efni. Listaverk öðlast því og aðild að heimi mannanna, eignast hlutdeild í lífi þeirra, tekur eins konar samábyrgð á jörðinni. En það er ávöxtur baráttu sem listamaður verður að eiga í við sjálfan sig og efnið: Þannig verður list- in leit að þekkingu og sannleik; hlýtur að vera frelsisleit. Listaverkið er listræn þýðing á per- sónulegum skilningi listamanns á tilver- unni og tilraun til að birta öðrum þenn- an skilning. Hlutverki listamannsins eru ekki gerð full skil ef það nær ekki vit- und hinna. Skapa er að brjótast út frá sjálfum sér, rjúfa einangrunina sem lýkur um manninn á alla vegu. Listin er samvizka listamanns, hún knýr hann úr heimi einverunnar á vit manna. Þann- ig spennir listin brú yfir tómið sem skil- ur mann frá manni, einmana heima, hver öðrum svo fjarri og ókunnir sem stjarnhnettir himingeimsins. Enda þótt innstu vakar listarinnar hafi verið samir frá alda öðli, sama spurnin um tilveruna og heiminn, sama irrationella þörf til birtingar hinum innri heimi sé undirrót listar bæði hell- ismanna og Picasso’s, Kríteyinga og Kandinsky’s, eru hvorki afstaða né efn- islegt inntak listar óumbreytanleg um allar aldir. Það er náið samband milli sögulegrar, vísindalegrar, listrænnar þróunar í heild. Ef til vill væri réttara að segja að þær breytingar er verða á sýn mannsins á heiminn birtist í lífs- tjáning mannkynsins allri: heimspeki, vísindum, listum. Er breyting verður á búskaparhátt- um, hagkerfi og samfélagsmynd þjóðar hlýtur undanfari hennar að vera bylt- ing í hugsunarhætti, er birtist og í form- um og hugmyndum og viðfangsefnum listar. Bylting er umbreyting mats og gilda, stökkbreyting á viðhorfum manna, er eiga sér fasta, raunhæfa mynd í gerð þjóðfélagsins. Hugmynd fæðist, þrosk- ast, eldist. Hún getur af sér aðrar er bylta í upphafi við þeirri sem gaf henni líf. Síðan vinnur hún allt nýtilegt úr þeirri sem fyrr var, háð henni sem hún er um útsýn og horf, eldist svo sjálf og hrörnar. Listin speglar þessa þróun, hún hverfur frá einu viðfangsefni til annars, innblásin anda aldarinnar. En dýpstu listvakana snertir hún aldrei, engin þróun fær hróflað við því sem innst er í sál manna. Menn spyrja og leita jafnt í grísku borgríkinu sem léns- veldinu, menn elska jafnt og deyja í þjóðfélagi auðhyggjunnar sem í því samvirka þjóðfélagi sem helming mann- kynsins dreymir um að reisa á sögu- skeiðinu sem við lifum. Listin heldur áfram að endurskapa hinn persónulega heim og leita sameig- inlegs grunns tilveru manna, hvert sem stig þróunarinnar er; hver sem eru við- horf og skilningur á vandamálum ald- arinnar, ráðandi hugmyndir og því andi, TlMARITIÐ VAKI 112
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.