Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Page 64
son frá Vogi og séra Eggert Pálsson. — Jakob
Möller ritstj. kosinn yflrskoðunarmaður Lands-
bankans. — Björn M. Olsen, Hannes Porsteinsson
og Jón Porkelsson kosnir í verðlaunanefnd »Gjafar
Jóns Sigurðssonar«. — Yfirskoðunarmenn Lands-
reikninganna: Matth. Olafsson, Ben. Sveinsson og
Jörundur Brynjólfsson. Gæzlustjórar söfnunarsjóðs
íslands Klemens Jónsson og Einar Gunnarsson.
Sept. 17. Skipað Verzlunaráð íslands.
Okt. 3.—5. Aftaka ofveður um land alt, og varð mikið
fjártjón i pví veðri.
— 6. Prestvígður Sigurgeir Sigurðsson settur prestur
á ísafirði.
— 27. »Skeggi« nýtt blað fór að kom út í Vestmanna-
eyjum. Bitstj. Páll Bjarnason kennari.
— 31. Minnst 400 ára afmælis siðaskiptanna með guð-
pjónustu í höfuðkirkjum landsins.
Nóv. 10. Staðfestar skipulagsskrár fyrir minningar-
sjóð ísfirðinga, stofnféð 1200 kr. og Framfarasjóð
Einars Ásmundssonar, stofnféð 1000 kr.
— 12. Staðfestar skipulagsskrár fyrir Braglistarsjóð
Matthiasar Jochumssonar, spítalasjóðinn Ástríðar-
minning og styrktarsjóð Margrétar Bjarnardóttur
frá Bergvík í Leiru, stofnféð kr. 1302.69.
— 14. Porsteinn J. Sveinsson skipstj. í Reykjavík
sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna.
— 15. Jón Helgason biskup kjörinn heiðursdoktor í
guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla.
— 16. N. P. Kirk verkfræðingur fyrir hönd N. C. Mon-
bergs afhenti hafnarvirkin öll í Reykjavík í hendur
hafnarnefndinni. Bæjarstjórnin sampykti að kaupa
öll byggingatæki, áhöld og efnisleifar ásamt hús-
um og sporbrautum fyrir 550000 kr.
í des. féll snjóflóð hjá bænum Stóruvöllum í Bárðar-
dal, er braut heyhlöður og peningshús og drap
nokkurn búpening.
(36)