Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Page 79
hagfræði, Sighvatur Blöndal í lögfræði, Steingrím-
ur Jónsson prófi í rafmagnsverkfræði, heimspekis-
próf lóku par: Arsæll Gunnarsson, Jón Helgason,
Lárus Jónsson, Sigurður Jónsson, Sveinbjörn
Blöndal og Valtýr Blöndal.
lx. Slysfarir og skipströnd.
Jan. 12. Iíristinn Pórarinsson bóndi í Naustakoti á
Eyrarbakka féll út af mótorbát og druknaði.
— 13. Prír menn á Akranesi, Sigurður Sigurðsson,
Jónína og Guðrún Jónsdætur, biðu bana af ljósreyk.
— 16. Sigurður Gunnarsson úr Vestmannaeyjum
druknaði á höfninni par.
— 25. Jóhanna Arnbjarnardóttir gift kona í Reykjavik
fanst druknuð.
Febr. 3. Vélbátur frá Stokkseyri fórst með 4 mönnum
í lendingu og druknuðu: Filippus Stefánsson kaup-
maður, Guðbergur Grímsson, Gunnar Gunnlaugs-
son og Pórður Pálsson.
— 15. Drengur á Seyðisfirði varð fyrir byssuskoti og
beið bana af.
Marz 9. Brezkur botnvörpungur strandaði við Meðal-
land. Mannbjörg.
— 11. Vöruflutningaskip rak á land á Reykjavíkur-
höfn. Náðist síðar út attur.
— 24. Guðmundur Peófilusson bóndi á Hesteyri
druknaði á Látrahöfn.
Apríl 4. Bjarni Bjárnason bóndi á Hrauni í Vestur-
Skaftafellssýslu druknaði í tjörn skamt frá bænum.
— 7. Urðu úti Sesselja Jónsdóttir húsfrú á Valbjarn-
arvöllum (f. 6/o 1861) og Jón Einarsson bóndi á
Borg í Arnarfirði.
— 8. Guðjón P. Jónsson veitingamaður á Búðum i
Fáskrúðsfirði druknaði. — Eiríkur H. Jónsson á
Haukafelli varð úti í Hornafjarðarfljóti.
— 16. Brezkur botnvörpungur sfrandaði við Vest-
mannaeyjar.
(51)
4