Hugur - 01.01.2006, Side 21
Eigingildi í náttúrunni - heimspeki á villigötum?
i9
þurft að eyðileggja skóga til þess að rækta upp beitarland, byggja hús, sá
korni, rækta matvæli o.s.frv. Þetta hefiir leitt til þess að við höfum haft gríð-
armikil áhrif á mótun landslagsins. Eg er ekki mótfallinn þessu en mér virð-
ist þó sem við höfiim umbreytt og notað á ýmsa vegu eitthvað í líkingu við
90-95% lands í Ameríku (það fer dálítið eftir því hvernig þetta er reiknað).
Það er ekki fýrr en með minni kynslóð sem byrjað var að taka frá svæði fyrir
ósnortna náttúru, en umfang jieirra er ekki meira en fjögur eða fimm prósent
alls lands í Bandaríkjunum. Ég held því fram að menn ættu að hörfa af sh'k-
um svæðum, þeir ættu að leyfa náttúrunni að vera í friði, þeir ættu að bera
virðingu fyrir heilleika náttúrunnar og landslagsins.
En samt sem áður mætti hæglega spyrja sig: hversu mikið er nóg? Eru
fjögur prósent nóg? Eða fimm prósent? Ég tel það ekki vera mitt hlutverk að
svara þessari spurningu - ég get aðeins sagt að við höfum skilið of lítið eftir,
þetta er ekki nóg. Ef til vill hefði hlutfallið átt að vera 10%, 15% eða 20% -
en hvað sem því líður höfiim við skilið of lítið eftir. Hvað þetta snertir tel ég
að Island sé öðruvísi en Bandaríkin - Islendingar hafa látið 95% landsins
ósnortið, stærstan hluta landsins er ekki búið að byggja upp. Þannig verða Is-
lendingar að takast á við önnur álitaefni en Bandaríkjamenn, og raunar flest-
ar aðrar þjóðir í heiminum, þegar að því kemur að ákveða hvað á að verða um
þetta land: hversu hátt hlutfall náttúrunnar ber að vernda?
Hvað Bandaríkin snertir eru mörg þeirra svæða sem ákveðið var að vernda
hrjóstrug, erfið til ábúðar, köld og hálend, þ.e. landsvæði sem hvort eð er
hefði verið erfitt að brjóta til ræktunar eða byggja á. En þetta gildir engan
veginn um öll verndarsvæðin. I óbyggðunum í austurhluta landsins eru
margir staðir sem væru eftirsóknarverðir fyrir timburvinnslu, sumarbústaða-
lönd og almenna uppbyggingu. I vesturhlutanum er stór hluti skóganna
einnig afar eftirsóknarverður til uppbyggingar, til dæmis fyrir skíðasvæði.
Þetta kallar á að við tökumst á við álitaefni sem varða verndun villtra land-
svæða og viðurkennum þau gæði sem felast í því að leyfa náttúrunni að fara
sínu fram.
Island stendur frammi fyrir sömu grundvaUarspurningum en svörin verða
eflaust nokkuð frábrugðin og hlutföllin önnur. Stór hluti landsins er náttúra
mótuð af frumkröftunum - villt náttúra með hraunbreiðum, jöklum o.s.frv.
Islendingar verða þvf sjálfir að finna svör við því hvað sé viðeigandi hlutfall
milli náttúru og menningar, þeir finna vart fordæmi annars staðar. Ef til vill
er erfitt að svara þessari spurningu en kannski felst í henni ákveðin fegurð,
áskorun og um leið tækifæri. Island gæti orðið eitt örfárra landa í heiminum
sem hefur að geyma þessa sérstöku blöndu náttúru og menningar, ólíkt til að
mynda Danmörku, Frakklandi, Pennsylvaníufylki eða jafnvel mínu eigin
fylki, Colorado. Ég hef ekki dvalið lengi á Islandi, aðeins eina viku, en ég hef
það á tilfmningunni að þau verkefni sem blasa við á Islandi hvað verndun
náttúrunnar snertir séu býsna sérstök.
Eina landsvæðið sem hefur ögrað mér meira en Island — það meginland
sem hefur ögrað mér mest af öllum heimsálfunum sjö - er Suðurskautsland-