Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 192
190
Þorsteinn Vilhjálmsson
leiki lífríkisins vex. En ef við hugsum okkur lítillega um sjáum við að slíkt
ástand gæti varla staðið til lengdar því að lífverunum mundi fjölga ört þar til
endimörkum vaxtarins væri náð. Það er einmitt þess vegna sem við sjáum út-
dauðar tegundir í jarðlögum — og raunar í kringum okkur, samanber geir-
fiiglinn. Það er því lífsbaráttan, baráttan um rýmið, sem veldur miklu um það
að náttúruvalið verður ekki bara fjarlægur möguleiki heldur líka áþreifanleg-
ur veruleiki sem á drýgstan þátt í breytingum lífríkisins með tímanum.
Lífsbaráttan í skilningi Darwins er engu að síður vandmeðfarið hugtak og
kemur ekki alls kostar heim við það sem okkur er tamast í mannmiðaðri
hugsun okkar um hvers konar baráttu í mannheimum. Um þetta segir
Darwin meðal annars:
Ég tek fram að ég legg víðtækan og myndrænan skilning í hugtakið
lífsbarátta, sem nær ekki aðeins yfir afkomu einstakra lífvera, heldur
einnig það hvernig lífverurnar eru háðar hver annarri, og að mestu
skiptir að þær komi sem flestum afkvæmum á legg. [...] Þótt mistil-
teinninn lifi sníkjulífi á eplatré og nokkrum öðrum trjám, er afar
langsótt að segja að hann heyi lífsbaráttu við þessar sömu trjá-
tegundir, því ef of margir mistilteinar sníkja á sama trénu, visnar það
og deyr. A hinn bóginn má segja að nokkrir sprotar af mistilteini
heyi harða lífsbaráttu innbyrðis ef þeir vaxa þétt saman á sömu trjá-
grein. Lífsferill mistilteinsins er háður því að fræin dreifist með fugl-
um; þessu má líkja við það að mistilteinninn keppi við aðrar fræ-
plöntur um að freista fuglanna með magafylli svo þeir dreifi fræjum
hans, en ekki fræjum annarra plantna. Þessar ólíku merkingar hug-
taksins skarast, en í þeim felst það sem ég nefni lífsbaráttu (135).
Hér og annars staðar í þessum kafla má sjá þess merki að Darwin var ekki
aðeins á undan samtíð sinni í hugmyndunum um þróun, heldur hugsaði
hann að ýmsu leyti eins og vistfræðingur sem nú er kallað. Þannig mundu
ýmis ummæli hans og athuganir í kaflanum sóma sér ágætlega sem innlegg
í umræðuna um vistkreppu sem hófst á áttunda áratug 20. aldar eða svo og
á vafalaust eftir að fylgja h'fsgæðakapphlaupi mannanna um langa hríð enn.
I lokaorðum kaflans minnir Darwin okkur á að hafa hugfast
að allar lífverur leitast við að fjölga sér með veldishraða; að þær eiga
í sífelldri lífsbaráttu og að einhvern tíma á lífsferlinum verður hver
kynslóð fyrir gríðarlegum afföllum, ýmist árlega eða á einhverju ára-
bili. Oneitanlega hefur h'fsbaráttan harðneskjulegt viðmót, en nokk-
ur huggun er að vita til þess að í styrjöld náttúrunnar koma tímabil
friðar, að enginn finnur til skelfingar, að dauðinn er yfirleitt skjótur,2
2 I þýðingunni stendur „tímabær" en enska orðið er „prompt" (Darwin, 1996, 66). Einnig segir
þýðandi „ríkja tímabil ..." í línunni á undan.