Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 220
2l8
Ritdómar
rannsóknir ritdómara17 og annarra
fræðimanna,18 er sýna vel þá víxlverkun
sem er á milli menningarinnar og raun-
vísindakenninga.
Þennan skort á tengslum Andra við
sagnfræðisamfélagið má einnig sjá í
þeirri „niðurstöðu" hans „að hægt sé að
stunda sagnfræði sem við getum sagt að
sé niítímamiðuð (present-centred),19 þó
við reynum eftir fremsta megni að falla
ekki í dýpstu gryfjur söguskekkjunnar
eða söguskoðun sigurvegara". Andri er
enn fremur á þeirri skoðun „að slík sögu-
iðkun geti kennt okkur ýmislegt um eðli
vísinda" (22-23). Þessu er ritdómari al-
gjörlega ósammála, því eins og rann-
sóknir hans og annarra raunvísindasagn-
fræðinga gefa til kynna þarf að öðlast
skilning á viðfangsefnum sögunnar á
þeirra eigin forsendum áður en mögulegt
er að nota hðna einstaklinga, vísinda-
greinar eða stofnanir til þess að draga
ályktanir um nútímann.20 Gott dæmi um
þetta eru rannsóknir raunvísindasagn-
fræðingsins Andrews Cunningham á eðli
líffæra- og lífeðlisfræði fyrir árið 1800
sem okkur hefur hingað til verið ókunn-
ugt um vegna þess að uppgangur til-
raunalífeðlisfræði á 19. öld hefur byrgt
okkur sýn á þessar gömlu greinar.21
Fleira mætti telja til, s.s. notkun
Andra á hugtakinu „vísindi" sem hann í
anda enskumælandi hefðar tengir ein-
ungis raunvísindum, en ekki síst þá stað-
hæfingu hans að „upphaf nútímavísinda"
megi rekja til 16. og 17. aldar og að
„óslitinn þráður" sé „frá vísindum 17.
aldar til vísinda nú á tímum" (29). Þessi
söguskoðun Andra er ekki rétt, enda
segir í áðurnefndri kennslubók að „nú sé
alveg ljóst að hvað sem það var sem kom
fram í Vísindabyltingunni, þá var það
ckki nútímaraunvísindi“.22 Upphaf nú-
tímaraunvísinda má rekja til tímabilsins
1780-1848 þegar rannsóknir á náttúr-
unni breytast „úr ,guðlegri‘ í veraldlega
athöfn"2 ’ ásamt því að raunvísindin tóku
að stofnanavæðast á þessu tímabili og sú
þróun fól í sér að iðkendur þeirra breytt-
ust úr áhugamönnum í atvinnumenn;24
þróun sem hófst af ýmsum ástæðum
ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar í
Bretlandi.25 Til marks um þann grund-
vallarmun sem er á þessum tímabUum er
að hið síðara hefiir stundum verið kallað
„seinni vísindabyltingin" og er „engum
blöðum um það að fletta að þróun raun-
vísindanna á þessu tímabili stóð jafnfæt-
is eða fór fram úr náttúruspekinni á tím-
um Vísindabyltingarinnar á sextándu og
sautjándu öld, nánast á öllum sviðurn".26
Þrátt fyrir þessa gagnrýni eru margir
skemmtilegir sprettir í þessari bók, jafnt
í fyrri hluta hennar, þar sem ritdómara
skortir því miður sérfræðiþekkingu til
þess að leggja faglegt mat á skrif Andra,
og þeim síðari. En sökum þess bils sem
er á milli inngangskaflans og túlkunar
Andra á „vísindabyltingunni", sem er
grundvallarþáttur bókarinnar eins og tit-
illinn ber vitni um, og þess sem nýjast
verður að teljast í fræðunum þá vakna
sjálfkrafa upp efasemdir um heimilda-
vinnu annarra hluta bókarinnar. Með
þessa gagnrýni í huga má segja að hér sé
á ferðinni læsilegt kynningarrit fýrir
byrjendur, þ.e. hinn almenna lesanda. Ef
ætlunin er hins vegar að nota Vísinda-
byltinguna við kennslu í efri bekkjum
framhaldsskóla eða á háskólastigi þarf að
bæta fleiri heimildum við til þess að gefa
gleggri mynd af sögu þess tímabils sem
Andri rekur í bókinni, þó ekki væri
nema til þess að fylla upp í þær gloppur
sem hér hafa verið tíundaðar.
Steindór J. Erlingsson
1 Sjá William Eamon, Science and the Secrets of
Nature: Books of Secrets in Medieval and Early
Modem Cu/ture, Princeton: Princeton Univer-
sity Press, 1994; Brian P. Copenhaver, „Natural
Magic, Hermetism, and Occultism in Early
Modern Science", bls. 261-302 í Reappraisats of
the Scientific Revolution (David C. Lindberg og
Robert S. Westman ritstýrðu), Cambridge:
Cambridge University Press, 1990.
2 Geoffrey Scarre, Witchcraft and Magic in 16th
and 17th Century Europe, London: Macmillan,
1987.
3 Steven Sbapin, The Scientific Revolution,
Chicago: The University of Chicago Press,
1996; David C. Lindberg og Robert S. West-