Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 127
Ritgerðin endalausa
125
Megineinkenni frumspekilegra kenninga, samkvæmt Heidegger, felst ein-
mitt í því að þær leitast við að öðlast fræðilega stjórn á öllu sem er og þannig
missa þær sjónar á Verunni sjálfri sem er frábrugðin öllu sem er. A þeirri
tækniöld sem nú ríkir hefiir þessi stjórn náð hámarki og teygir anga sína um
alla tilveruna. I síðari verkum sínum hverfur Heidegger alfarið frá hinum
frumspekilega orðaforða og reynir að móta leið til að hugsa um Veruna án
allrar frumspeki, leið sem gæti vakið okkur af draumnum um að stjórna öllu
á fræðilegan eða tæknilegan hátt.
Þó að Derrida standi að mörgu leyti nærri Heidegger fellst hann ekki á
hugmyndina, sem er Heidegger svo hugstæð, um Veruna sem býr handan
allra vera. Þrátt fyrir að Derrida líti ekki á verufræðilega muninn á Verunni
og því sem er sem grundvallaratriði samþykkir hann hugmyndina um mis-
mun sem undirstöðu hugsunar okkar og skrifa. En mismunurinn er að vísu
harla undarleg undirstaða, því um leið og Derrida segir okkur að hann liggi
til grundvallar bætir hann því við að ekkert liggi til grundvallar, eða öllu
heldur að ómögulegt sé að festa fingur á nokkru því sem kalla mætti grund-
vallarhlutinn, hvort heldur í raunveruleikanum eða hugsun okkar um hann.
Af þessum sökum er mismunur ekki hugtak í venjulegum skilningi, hann á
sér ekkert innihald sem greina mætti eða skýra. Hann vísar svo að segja til
ákveðins millibils, hyldýpis sem gerir okkur mögulegt að hugsa um veruleik-
ann, eða hvað sem vera skal, án þess þó að þar með verði mögulegt í reynd
að ná taki á einhverju sem væri algjörlega fastákvarðað eða stöðugt.
Afþessu má sjá að heimur Derrida, að því gefnu að við komumst nokkurn
tímann inn í hann, minnir á þann veruleika sem Herakleitos lýsti, þar sem
allt er breytingum undirorpið, allt er á hreyfingu, ekkert er eins og það var
eða eins og það verður, þar sem allt er frábrugðið því sem það er, þar sem
skilafresturinn (différance - mismunurinn/töfin) gerir „veruleikanum" kleift
að birtast á ný, óþekktur, ótilgreindur. Veruleikinn er atburður, hann er eitt-
hvað sem á sér stað og kemur til okkar, rétt eins og uppruni allra hluta, upp-
runi veruleikans sjálfs, búi í framtíðinni sem enn er ókomin en er stöðugt að
verða til. Endalokum alls er frestað, svo að segja, og ástæða er til að óttast að
þessari ritgerð muni heldur aldrei ljúka!
Að hugsa í heimi Derrida held ég að fæli í sér að hætta að bíða eftir Godot,
en bíða þó og hlusta á það sem koma skal.
Snúum okkur nú að hinu síðarnefnda hugtaki Heideggers, niðurrifi þeirra
smíðisgripa og bygginga sem frumspekin hefur komið sér upp af mikilli
kostgæfni. Derrida færði sér þessa niðurrifshugmynd í nyt og lagaði hana að
markmiðum sínum. Ur varð hugtakið afbygging (déconstruction) sem varð að
allsherjar yfirskrift þess sem Derrida fæst við. Og þar með erum við komin
að þriðju og síðustu ástæðunni sem mig langaði að taka til umfjöllunar og
getur orðið okkur að liði við að skilja vandann að komast inn í Derrida: hvað
er hann eiginlega að bauka, hvað hefur hann í hyggju í heimspeki sinni?
Vegna hugmyndar hans um rökmiðjun sem hinn ráðandi heimspekilega stíl
frá Platoni til Heideggers virðast sumir halda að Derrida sé ekki lengur að