Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 44
42
Jóhann Bjömsson
eins skammast mín frammi fyrir einhverjum hvort sem viðkomandi er mér
nærri eða á sér þann möguleika að birtast fyrirvaralaust. Eg get hæglega
skammast mín fyrir eitthvað sem ekki þykir viðeigandi þó að ég sé einn á
ferð, engu að síður á skömm mín rætur að rekja til hins, þar sem ég stend
mig að því að h'ta í kringum mig og fullvissa mig um að enginn sé nærri.
Nærvera hins er varanlegur möguleiki í h'fi mínu, möguleiki sem allt mitt líf
tekur mið af á einn eða annan hátt.
Fall mitt er í öðrum falið
Ef ég set mig í spor þess sem lá á gægjum þá var ég ótvírætt staðinn að verki
þegar hinn kom að mér. Hinn beinir augnaráði sínu að mér. Staða mín er
dapurleg, ég finn fyrir vanmætti og löngunar til flótta. Rétt eins og ég gat
hlutgert hinn með augnaráði mínu þá getur hinn engu að síður hlutgert mig
með sínu eigin augnaráði og það gerist við þessar aðstæður. Ég er dæmdur af
augnaráði hins, ég er þetta forvitna kvikindi sem er sísnuðrandi og ég tek að
líta á sjálfan mig á þann hátt vegna þess að einhver sér mig þannig. Skömm-
in er viðbragð mitt sem sýnir svo ekki verður um villst að ég sé sjálfan mig
eins og hinn sér mig.
Sartre notar allsterk orð til þess að lýsa þessari stöðu og telur hér vera um
hættuástand að ræða: „ég er í háska staddur. Þessi háski er engin hending
heldur er hann varanleg formgerð veru minnar fyrir aðra.“15
Ég get ekki litið á hinn sem hlut á þeirri stundu þegar hann hefur hlutgert
mig. Hann hefur völdin og ég finn undanhald mitt, ég finn fyrir eigin van-
mætti, möguleikar mínir í stöðunni eru takmarkaðir og það er hinn sem hef-
ur takmarkað þá. Ég finn fyrir augnaráði hins, en ég sé ekki augu hins, þau
eru falin í augnaráðinu sem dæmir mig og hlutgerir.
Það er við aðstæður sem þessar sem frelsi mitt er takmarkað og ég finn fyr-
ir því með áþreifanlegum hætti. Samkvæmt heimspeki Sartres er frelsið al-
gilt og á þar af leiðandi við í öllum aðstæðum, maðurinn er dæmdur til frels-
is og enginn möguleiki er á því að víkja sér undan þeim dómi. Frelsið felst
ávallt í vali mínu við tilteknar aðstæður, ef ég er fangi er ég engu að síður
frjáls vegna þess að ég get ávallt tekið eitthvað til bragðs, ég get lagt á ráðin
um flótta, ég get ákveðið að sitja af mér dóm o.s.frv. Það eina sem getur tak-
markað frelsi mitt að mati Sartres er frelsi. Hinn er frjáls engu síður en ég og
getur takmakað frelsi mitt eins og hann gerir þegar augnaráð hans beinist að
mér. Hinn takmarkar frelsi mitt með því að skilgreina mig á einhvern hátt,
ég er eitthvað í augum hins án þess að hafa valið þá skilgreiningu sjálfur:
„Hér er ég - gyðingur eða aríi, myndarlegur eða ljótur, einhentur o.s.frv. Allt
þetta er ég í augum hins án allrar vonar um að geta náð utan um þessa merk-
ingu sem ég hef utan við sjálfan mig-, og það sem meira er, án allrar vonar um
15 Sama rit, s. 326; ensk útg., s. 358.