Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 83
Gríski draumurinn um konulausan heim
81
ingu að sumar þeirra hugmynda sem bæði má finna í heimspeki fornaldar og
í lýðræðishugmyndafræði hins aþenska borgríkis eigi rætur að rekja til þess
viðhorfs að konum sé ofaukið. Þar með er ekki sagt að fyrstu heimspeking-
arnir hafi borið beina ábyrgð á þróun lýðræðis í Aþenu. Eg vil hins vegar
sýna fram á að sama hugmyndafræði um kynin einkenni bæði heimspeki
þess tímabils og lögmálin sem liggja aþenska borgríkinu til grundvallar.
Mestu skiptir að svo virðist sem draumurinn um konulausan heim renni
inn í meginstrauma grískrar heimspeki, þ.e. platonsku hefðina sem ég tel að
nái frá Parmenídesi til Platons sjálfs. Meðal fornaldarheimspekinganna voru
hins vegar annars konar hugsuðir sem útilokuðu ekki konur og hið kvenlega
frá heimsskilningi sínum. Hér á ég við heimspekinga eins og Anaxímandros,
Herakleitos og Empedókles sem skýrðu heiminn út frá átökum milli and-
stæðra en jafngildra lögmála. I slíkri heimssýn er ekkert sem felur í sér úti-
lokun kvenna og hins kvenlega. Þvert á móti gæti hið gagnstæða átt við. Síð-
ar í bókinni3 mun ég huga nánar að heimspeki Anaxímanders sem dæmi um
slíkt hugsanakerfi sem gerir ráð fyrir andstæðum pólum. Það er engin tilvilj-
un að textabrot Anaxímanders séu almennt lítt þekkt í dag vegna þess að sú
grein grískrar heimspeki sem hann stendur fyrir hafði fremur lítil áhrif á þá
hugmyndafræðilegu þróun sem á eftir kom. Það er platonska hefðin sem í
öllum meginatriðum lagði til undirstöðurnar fyrir það sem almennt er kall-
að vestræn heimspeki.
I þessum opnunarkafla er meginumfjöllunarefni mitt af heimspekilegum
toga, en ég mun þó dvelja við nokkrar mikilvægar grískar goðsögur. Ein af
þeim spurningum sem koma upp í því samhengi er hvað þessar goðsögur
segja okkur um það hvaða augum Grikkirnir - og sérstaklega Aþeningar —
litu sjálfa sig. Auk þessarar goðsögugreiningar mun ég beina sjónum að
nokkrum siðvenjum Aþeninga, svo sem hjónabandinu sem stofnun og al-
mennri stöðu kvenna innan fjölskyldunnar. Með hliðsjón af þessu vonast ég
til að varpa ljósi á hvernig grískir karlborgarar hugsuðu um sjálfa sig, um
konur og um sambandið milli kynjanna.4 Ég mun sýna fram á að þótt hug-
myndir og hugtök Grikkja um ofantalin málefni séu margræð og virðist
stundum mótsagnakennd þá eru þau undantekningarlaust undir merkjum
draumsins um að konur séu óþarfar. Þessi opnunarkafli leggur grunn að
mörgum þeim spurningum sem leitað verður svara við seinna í bókinni.5
[Þess ber að geta að textinn sem hér birtist er þýðing á fýrsta kafla bókar Songe-Mnller Phi/os-
ophy Without Womett: The Birth of Sexism in Westem Thought, London, Continuum 2002. Bók-
in kom fyrst út á norsku: Den greste drommen om kvinnens overflodighet: Essays om myter ogftlo-
sofi i antikkens Hellas, Osló, Cappelen 1999.]
Hér þróa ég áfram hugmynd sem Jean-Pierre Vernant, Nicole Loraux og Pierre Vidal-Naquet
komu fram með. Eg á þeirra verkum margt að þakka í þessum kafla.
Heimspekilegt mikilvægi grísku goðsagnanna hefiir lengi verið viðfangsefiti femínískra heim-
spekinga, og ber þar hæst Simone de Beauvoir í Hinu kyninu. Sjá einnig Robin Schott, Cogn-
ition and Eros:A Critique of the Kantian Paradigm, Boston, Beacon Press 1988.