Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 55

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 55
Nytsemi og skilningur 53 tekin breytni sé út af fyrir sig óæskileg og jafnvel ill en haldið því jafnframt fram að þegar á allt sé litið helgi tilgangurinn meðalið. Einn lærdómur sem við getum dregið af hugsun Sókratesar er sá að nytja- hugsun um siðferði af því tagi sem við sjáum svo oft í pólitík er ekki siðferði- legur hugsunarháttur í fyllstu merkingu þess orðs. Siðferði snýst ekki um að breyta vel til þess að ná einhverju settu marki á borð við velgengni, velferð eða öryggi. Þvert á móti dæmum við um það hvort markmið okkar eru góð og gild eða ekki út frá skilningi okkar á góðu og illu, réttu og röngu. I Faíd- óni segir Sókrates: Fyrir slíkan kaupskap hreppir enginn maður dyggðina: að kaupa ánægju fyrir ánægju, vansæld fyrir vansæld, ótta fyrir ótta, meirajyr- ir minna, rétt eins og um peninga væri að ræða. Heldur ber okkur að skipta á öllu þessu og skilningi sem er hin eina rétta mynt. Það er fyr- ir skilning og með skilningi, sem allt er keypt og selt, og þá öðlumst við jafnt hugrekki og hófsemd sem réttlæti. Yfirleitt er sönn dyggð ávalltreist á skilningi, hvort sem ánægja, ótti og annað því um líkt á hlut að máli eða ekki. En ef menn skilja þessar tilfinningar frá skiln- ingnum og skipta hverri þeirra fyrir aðra, þá er hætt við, að dyggð þeirra verði aðeins skuggamynd við hæfi þræla einna saman, öldung- is óholl og ósönn.4 Ironían í orðunum: „Það er fyrir skilning og með skilningi, sem allt er keypt og selt“ undirstrikar aðeins þá sannfæringu Sókratesar að rétt og rangt sé ekki spurning um að kaupa eða selja neinn skapaðan hlut, og heldur ekki að reikna neitt út. Sönn dygð verður ekki höndluð samkvæmt sömu lögmálum og möndlað er með peninga. Sókrates er að bera saman tvær gjörólíkar, og að hans dómi endanlega andstæðar, hugmyndir um siðferði. Annars vegar er sú hugmynd að við reynum að breyta rétt til að „fá eitthvað út úr því“, til að fá meira af einhverju og minna af einhverju öðru; til dæmis breytum við rétt vegna þess að það veitir okkur eða öðrum meiri ánægju en ella, eða vegna þess að við óttumst meira afleiðingar hugleysis okkar en hugrekkis. Hins vegar er sú hugmynd að eiginlegt siðferði, sönn dygð, byggist á álcveðnum skilningi á eða innsæi í merkingu lífs okkar í samfélagi með öðrum mönnum. Jafnvel í stjórnmálum þar sem málamiðlanir gegna mikilvægu hlutverki hafa málamiðlanir sín mörk; þar sem annars staðar getur tilgangurinn ekki alltaf helgað meðalið. Stjórnmálamaður sem grípur til ranglátra aðgerða gegn tilteknum þjóðfélagshópi í nafni þjóðaröryggis hefur gleymt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort öryggi sem byggist á ranglæti sé þess virði að vera varið. Og sá sem fremur illvirki og réttlætir það með því að vísa til ham- ingju eða velferðar sem af því hlýst spyr sig ekki í alvöru hvort hamingja eða velferð sem byggist á slíku illvirki sé þess virði. Eigi sh'kar spurningar við um 4 Platon, Faídón 69, Siðustu dagar Sókratesar, Sigurður Nordal þýddi (Hið íslenzka bókmennta- félag: Reykjavík 1983), leturbreytingar mínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.