Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 55
Nytsemi og skilningur
53
tekin breytni sé út af fyrir sig óæskileg og jafnvel ill en haldið því jafnframt
fram að þegar á allt sé litið helgi tilgangurinn meðalið.
Einn lærdómur sem við getum dregið af hugsun Sókratesar er sá að nytja-
hugsun um siðferði af því tagi sem við sjáum svo oft í pólitík er ekki siðferði-
legur hugsunarháttur í fyllstu merkingu þess orðs. Siðferði snýst ekki um að
breyta vel til þess að ná einhverju settu marki á borð við velgengni, velferð
eða öryggi. Þvert á móti dæmum við um það hvort markmið okkar eru góð
og gild eða ekki út frá skilningi okkar á góðu og illu, réttu og röngu. I Faíd-
óni segir Sókrates:
Fyrir slíkan kaupskap hreppir enginn maður dyggðina: að kaupa
ánægju fyrir ánægju, vansæld fyrir vansæld, ótta fyrir ótta, meirajyr-
ir minna, rétt eins og um peninga væri að ræða. Heldur ber okkur að
skipta á öllu þessu og skilningi sem er hin eina rétta mynt. Það er fyr-
ir skilning og með skilningi, sem allt er keypt og selt, og þá öðlumst
við jafnt hugrekki og hófsemd sem réttlæti. Yfirleitt er sönn dyggð
ávalltreist á skilningi, hvort sem ánægja, ótti og annað því um líkt á
hlut að máli eða ekki. En ef menn skilja þessar tilfinningar frá skiln-
ingnum og skipta hverri þeirra fyrir aðra, þá er hætt við, að dyggð
þeirra verði aðeins skuggamynd við hæfi þræla einna saman, öldung-
is óholl og ósönn.4
Ironían í orðunum: „Það er fyrir skilning og með skilningi, sem allt er keypt
og selt“ undirstrikar aðeins þá sannfæringu Sókratesar að rétt og rangt sé ekki
spurning um að kaupa eða selja neinn skapaðan hlut, og heldur ekki að reikna
neitt út. Sönn dygð verður ekki höndluð samkvæmt sömu lögmálum og
möndlað er með peninga. Sókrates er að bera saman tvær gjörólíkar, og að
hans dómi endanlega andstæðar, hugmyndir um siðferði. Annars vegar er sú
hugmynd að við reynum að breyta rétt til að „fá eitthvað út úr því“, til að fá
meira af einhverju og minna af einhverju öðru; til dæmis breytum við rétt
vegna þess að það veitir okkur eða öðrum meiri ánægju en ella, eða vegna þess
að við óttumst meira afleiðingar hugleysis okkar en hugrekkis. Hins vegar er
sú hugmynd að eiginlegt siðferði, sönn dygð, byggist á álcveðnum skilningi á
eða innsæi í merkingu lífs okkar í samfélagi með öðrum mönnum.
Jafnvel í stjórnmálum þar sem málamiðlanir gegna mikilvægu hlutverki
hafa málamiðlanir sín mörk; þar sem annars staðar getur tilgangurinn ekki
alltaf helgað meðalið. Stjórnmálamaður sem grípur til ranglátra aðgerða
gegn tilteknum þjóðfélagshópi í nafni þjóðaröryggis hefur gleymt að spyrja
sig þeirrar spurningar hvort öryggi sem byggist á ranglæti sé þess virði að
vera varið. Og sá sem fremur illvirki og réttlætir það með því að vísa til ham-
ingju eða velferðar sem af því hlýst spyr sig ekki í alvöru hvort hamingja eða
velferð sem byggist á slíku illvirki sé þess virði. Eigi sh'kar spurningar við um
4 Platon, Faídón 69, Siðustu dagar Sókratesar, Sigurður Nordal þýddi (Hið íslenzka bókmennta-
félag: Reykjavík 1983), leturbreytingar mínar.