Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 61
Nytsemi og skilningur
59
götvanir í sögu vísindanna. Cora Diamond myndi að öllum líkindum aðeins
bæta því við að hið kristna ábyrgðarhugtak sjálft byggist á skilningi á „átak-
anlegri sérstöðu mannlegs lífs“, og sá skilningur er ekki trúarlegur í sjálfu sér.
Þýðing ábyrgðar okkar getur ekki lokist upp fyrir okkur nema við höfum for-
skilning á sérstöðu hins mannlega; skilning á þeirri óviðjafnanlegu þýðingu
sem mannlegt líf, örlög og dauði hafa í hugsun okkar og tilfinningu.
Þetta mætti skýra nánar með tilvitnun í breska rithöfundinn George Orw-
ell. I einni af ritgerðum sínum víkur Orwell að ljóði eftir ljóðskáldið W.H.
Auden er nefnist „Spánn“. I ljóðinu, sem Orwell lýsir raunar sem dæmi um
það litla sem ærlega hafi verið skrifað um borgarastríðið á Spáni, lýsir Auden
meðal annars degi í lífi hins góða flokksmanns sem berst fyrir málstaðinn og
viðurkennir meðvitað að hann sé sekur um hið „nauðsynlega morð“. Orwell
segir:
[...] takið eftir orðunum „nauðsynlegt morð“. Þau gætu aðeins ver-
ið runnin undan rifjum manns sem h'tur á morð sem ekkert annað
og meira en orð. Sjálfur kysi ég að tala varlega um morð. Svo vill til
að ég hef séð lík ófárra manna sem höfðu verið myrtir - ég á ekki við
þá sem féllu í bardögum, ég á við menn sem voru myrtir. Eg hef því
allgóða hugmynd um hvað morð merkir — um óhugnaðinn, hatrið,
kveinandi ættingjana, krufningarnar, blóðið, óþefinn. I mínum huga
er morð nokkuð sem ber að forðast. Allt venjulegt fólk er þeirrar
skoðunar. Allir heimsins Hitlerar og Stalínar telja morð nauðsynleg,
en þeir bera ekki grimmd sína á torg og þeir kenna hana ekki við
morð; þeir nota orð eins og „hreinsun“, „útrýming“ eða eitthvert
annað sefandi hugtak. Siðblinda Audens er aðeins möguleg þeim
sem eru af þeirri manngerð sem ávallt er fjarstödd þegar tekið er í
gikkinn. Vinstrisinnuð hugsun er að stórum hluta eins konar leikur
að eldi, og þátttakendurnir vita ekki einu sinni að eldur er heitur.13
Þessi tilvitnun er á þeim stað í grein Orwells þar sem hann veltir fyrir sér
hvers vegna jafn margir breskir menntamenn og raun bar vitni gátu stutt
Stalín og nóta hans í Sovétríkjunum á fjórða áratug 20. aldar. Ein niðurstaða
Orwells er sú að ef maður er alinn upp í tiltölulega frjálslyndu og friðsömu
samfélagi sé erfiðara fyrir mann að gera sér í hugarlund hvað harðstjórn sé í
raun og veru: „Þeir geta kyngt alræði vegna þess að þeir hafa enga reynslu af
öðru en frjálslyndi“.14 Orwell er því að tala um athyglisverða tegund siðferði-
legrar firringar eða afkynningar sem hætt er við að grafi um sig í frjálslynd-
um samfélögum. Borgurum í frjálsfyndum samfélögum — ekki síst mennta-
mönnunum - er sérstaklega hætt við að falla fyrir frösum eins og „nauðsynlegt
morð“, svo ekki sé talað um orð sem hafa vísvitandi meira aðlaðandi tón, ein-
13 George Orwell, „Inside tiie Whale“, The Penguin Essays of George Orwel! (Penguin Books:
London 1994), s. 122-123.
14 Sama rit, s. 122.