Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 147
Fyrirbœrafrœðin og Messías
145
hugmynd að sögunni sé lokið, að hugsjónin og raunveruleikinn séu runnin
saman í eitt, og að þar með sé veröldin orðin goðsaga, aðeins tiltæk þeim sem
trúir því líka að logos-inn hafi holdgerst. Þvert á þetta felur sérhvert verkefni
sem varðar sannleikann í sér ótakmarkaða spennu sem tekur til raunveru-
legrar hlutlægni rétt eins og hlutlægni af toga hugsjónarinnar. Það er að
segja, slíkt verkefni gerir ráð fyrir því að tiltekið framsækið ætlunarverk inn-
an heimspekinnar, sem breytir að endingu heimspekinni í vísindi, hafi ekki
verið fleygt út í hafsauga. Eins og Merleau-Ponty skrifaði árið 1960, á spáss-
íuna í Uppruna rúmfrœðinnar, „allt er satt og ekki allt er ósatt.“
Vélgengi ogfrelsi
Við höfum sýnt að Derrida er ekki póstmódernisti. Það er ekki erfitt. Samt
sem áður höfum við gagngert reynt að draga fram í dagsljósið ákveðna
möguleika fyrirbærafræðinnar, möguleika sem liggja beinna við í dag en
möguleikar málrænnar heildarhyggju, eignarnám verunnar af hálfii tungu-
málsins eða smættun annars þáttarins yfir í hinn. Svo virðist sem senn verði
útséð um möguleika túlkunarfræðinnar jafnt sem rökgreiningarheimspek-
innar. Að það sé heimur þarna úti — þetta er aftur orðið heimspekinni að
verkefni, og hún gengur þá í endurnýjun lífdaga sem vísindi og frelsar sig þar
með undan þjónkuninni við eða fávísinni um vísindin sem hefur staðið um
tveggja alda skeið. Vitaskuld felst vandinn í eftirfarandi spurningu: með hvað
fyrir augum? Hvers vegna að hefja leit að vísindum og nærveru? Mig langar
að ljúka þessari grein með nokkrum athugasemdum sem bregðast við þess-
ari spurningu.
Þeim sem er eilíflega nærverandi, til dæmis Guði, er hvers kyns tal um
nærvem fyllilega merkingarlaust. Það að við tölum um nærveruna og tökum
hana til rannsóknar stafar af því að okkur er af eðlislægum ástæðum ókleift
að vera sjálfum okkur fyllilega nærverandi, né heldur getum við orðið það. I
þessu býr h'ka drifkrafturinn að baki markverðustu hrakningunum á efa-
hyggju, sem hljóta enn sem fyrr að teljast ekkert annað en gagnlegar æfing-
ar, að því frátöldu auðvitað að þær hafa gefið markleysinu nýjan brodd. Eins
og Locke sagði varða sbk mál hamingju okkar og óhamingju, en þess utan
hefur þekking eða vera enga merkingu fyrir okkur. Jafnvel í ýktustu loforð-
um, til dæmis: „Ég mun frelsa þig,“ lofar maður einhverju. Ella væri ekki um
loforð að ræða. Ef ég segi við einhvern: „Sannlega segi ég þér: I dag skaltu
vera með mér í Paradís" (Lk. 23.43), lýg ég ekki, jafnvel þótt við verðum
annars staðar í dag. Með öðrum orðum afnemur ætlandin ekki verufræðina,
heldur gerir hún hana að nauðsyn. Raunar er verufræðin forsenda ætland-
innar á ósveigjanlegan hátt. Hér er um að ræða grundvallaratriði sem iðulega
er látið ósagt. I þeim tilfellum þar sem tilvísunin er ekki gefin um leið er
heldur ekki um formgerð ætlandinnar að ræða.
Þannig er ætlandin annars vegar aðeins viðbót sem lögð er við heiminn. (I